Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 70
Matthewjames Driscoll
Marianne Kalinke segir að
formála þennan eigi að skilja
sem háð:
Sagan af skikkjunni er skop-
stæling; með því að hafa lof-
rollu um Artús á undan sögunni
beitir höfundurinn íróníu til
þess að undirstrika gamansem-
ina sem gegnsýrir söguþráðinn.
Hann notfærir sér kímnina sem
felst í írónískum andstæðum
með ýktu lofi um konunginn.
Þannig fylgir höfundurinn hinni
hefðbundnu aðferð fabliau-
kvæðanna, hvort sem hann
gerði það viljandi eða ekki.17
Hún segir ennfremur að ólík-
legt sé að höfúndur Möttuls
sögu hafi ekki gert sér grein fýr-
ir merkingu sögunnar. Hún vill
meina að formálinn sé aðeins
lýsing á ímynd hins fullkomna
konungs, ímynd sem allir voru
ásáttir um að væri óraunhæf.
Mér virðist Kalinke ganga hér
allt of langt, þ.e. að hugmynd
hennar geri ráð fyrir heldur of
háþróaðri bókmenntavitund
Norðmanna. Til þess að írónía
komist til skila verða höfundur-
inn og lesandinn að hafa sam-
eiginlegan bakgrunn, og slíkt
gat ekki verið fyrir hendi í Nor-
egi á þrettándu öld. Líklegra
þykir mér að formálinn um Ar-
tús kóng hafi þótt nauðsynlegur
hluti sagna af þessu tagi, og að
menn hafi engu að síður notið
sögunnar vegna þeirrar gaman-
semi sem í henni er, en án þess
þó að átta sig á þeirri mótsögn
sem í því fólst.18
Öruggt má telja að hugmynd-
ir um drottinhollustu, sem ein-
kenna franska kvæðið, hafi fall-
ið í góðan jarðveg hjá Hákoni.
Hann vildi auka virðingu fýrir
konungsvaldi í Noregi til sam-
ræmis við þá virðingu sem það
naut annars staðar í Evrópu. í
Konungs skuggsjá, sem líka er
samin á dögum Hákonar, er að
finna eftirfarandi klausu, sem
lýsir nokkuð vel þeim viðhorf-
um manna til konungsvaldsins
sem Hákoni þóttu eftirsóknar-
verð:
...hann er tignaður og miklað-
ur á jörðu, og allir lúta til
68