Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 68

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 68
Matthew James Driscoll EFNI OG UPPRUNI SKIKEJUSÖGUNNAR Skikkjurímur eru ortar upp úr Möttuls sögu, en hún er þýð- ing á frönsku kvæði frá tólftu öld sem nefnist Le mantel mautaillié („Hin illa-passandi skikkja"), en er lika þekkt undir nafninu Lai du cort mantel („Kvæðið um skikkjuna stuttu"). Söguþráðurinn er á þessa leið: í upphafi er sagt frá þeirri sérvisku Artús að vilja aldrei setjast að mat fyrr en hann hef- ur heyrt eitthvert ævintýri. Um hvítasunnu (á „Pikkis- dögum“) er ákveðið að halda veislu, en þegar gestina fer að svengja segir Artús að þar sem hann hafi enn ekki heyrt neitt ævintýri geti ekkert orðið af borðhaldinu. Skyndilega ríður sveinn út úr skóginum og vill hitta Artús. Hann segist vera sendur af konu einni sem vilji að Artús geri sér greiða. Sveinninn segir ennfremur að Artús verði að játa því áður en hann veit hver bónin er. Artús samþykkir og sveinn- inn dregur fram skikkju. Hann vill nú að konur og meyjar við hirðina klæðist skikkjunni og muni hún verða eign þeirrar sem hún fer best. En hann bætir svo við að skikkjan sé þeirrar náttúru að hún sýni hvort konur hafi verið mönnum sínum ótrúar með því að lyftast upp á ýmsan hátt allt eftir því hvernig konurnar hafa haldið fram hjá mönnum sínum. Sent er eftir konunum og drottningin látin máta fyrst. Skikkjan reynist henni heldur stutt og drottningin roðnar og blánar í framan, en þá er komið að hinum konunum. Þær máta skikkjuna hver af annarri með sama árangri. Þegar allar hirðkonurnar hafa reynst ótrúar og sveinninn kveðst verða að hafa skikkjuna á brott með sér finnst loks kona sem ekkert hafði vitað af því sem fram fór. Bóndi hennar biður hana fyrir ástar sakir að máta ekki skikkjuna, en hún verður samt að prófa og fær þá leyfi mannsins til þess. Það skiptir engum togum, skikkjan er eins og sniðin á hana, en hin- ar konurnar roðna af skömm. Heiður Artús er nú tryggður og skikkjan verður eftir við hirð hans. Sveinninn hverfur á brott og hirðmennirnir eru reynsl- unni ríkari. Eldri gerð þeirrar sögu sem hér um ræðir er þekkt frá tólftu öld, en þar er drykkjarhorn i hlutverki skikkjunnar. Kvæðið heitir Lai du cor („Kvæðið um hornið") og er eftir Robert Biket.6 Um hann er annars ekk- ert vitað, en af málfarinu að dæma hefur hann verið Norm- ani, þ.e. frönskumælandi Eng- lendingur. í kvæðinu reyna hirðmennirnir að súpa af horn- inu. Ef konur þeirra hafa verið ótrúar hellist vínið niður og þeim tekst ekki að bergja á. Artús, sem er fyrstur til að reyna, vöknar frá hvirfli til ilja. Þótt hann bregðist í fyrstu reið- ur við, endurheimtir hann gleði sína þegar í ljós kemur að mönnum hans farnast síst betur, nema Garadue nokkrum. Hin trúfasta eiginkona er ekki nafngreind í kvæðinu Lai du cor, en í velskum textum frá síðmiðöldum er getið um Teg- au eurvron (,,gull-bringu“) sem er sögð eiga skikkju þeirrar náttúru að hún fer vel skírlífri konu, en hrekkur saman þegar óskírlífar konur reyna að klæð- ast henni. Eiginmaður Tegau er nefndur Caradawc vreichvras („hinn armsterki") og er hann greinilega sá sami og nefndur er í kvæði Bikets. Velskar heim- ildir um Artús kóng og hetjur hans hafa að geyma margar til- vísanir til Tegau og skikkjunnar og bendir það til þess að sagan um trúfesti hennar hafi verið vel þekkt í Wales á fimmtándu og sextándu öld.7 Þó hafa verið færð rök fyrir því að arfsögnin um konu Caradawcs eigi rætur að rekja allt aftur á þrettándu öld.8 Hinn velski uppruni skikkjusögunnar hefur síðan ekki verið dreginn í efa, en í raun er enginn bein sönnun íyrir því að velsku sagnirnar séu eldri en franska kvæðið. Mari- anne Kalinke hefur bent á þetta í formála að útgáfú sinni á Mött- uls sögu.9 Þar vitnar hún í ó- prentað rit eftir Renée Kahane, en þar er fjallað um frásögn úr Patria Konstantinoupoleos, sem er safn býsanskra frásagna, sumra hverra frá fimmtu öld, en í núverandi mynd frá þeirri ell- eftu. Margt er líkt með þeirri frásögn og þeim sem hér um ræðir, en hún er þó nokkrum öldum eldri. Bendir þetta til þess að sagan gæti upprunalega átt rætur að rekja til Austur- landa nær. Marianne Kalinke er þeirrar skoðunar að það sé a.m.k. ekki óhugsandi að Le mantel mautaillié sé af býs- önskum frekar en velskum upp- runa. Höfundur Le mantel mautaillié gæti hafa þekkt bæði býsönsku frásögnina og kvæði Bikets og brætt sögurnar saman. Bæði Lai du cor og Le mantel mautaillié eru stutt söguljóð af þeirri gerð sem á frönsku nefn- ist lai (í ft. lais). Heitið lai er lík- lega af keltneskum uppruna og kvæðin, líkt og Artús-efnið, ger- ast nær undantekningalaust í keltnesku umhverfi en endur- spegla um leið riddarahugsjón samtímans.10 Flest kvæði af þessu tagi eru stílfræðilega og hugmyndafræðilega af sama toga og riddarakvæðin (romans courtois) og mynda saman eina hefð, en þó sveigjast sum þeirra - og þeirra á meðal kvæðin um hornið og skikkjuna - í átt til annarrar bókmenntagreinar sem ekki var síður vinsæl í Frakklandi og víðar í Evrópu á miðöldum: fabliaux. Raunar eru mörkin milli fa- bliau og lai mjög óljós. Eins og lais eru fabliaux (í et. fabliau, heitið er dregið af latínufabula plús smækkunarending, og merkir þá „lítil saga“) frásagnar- kvæði, oftast stutt - tvö til þrjú hundruð ljóðlínur. Erfitt hefur reynst að skilgreina þau ná- Framhjáhald og ofbeldi aðaluppistaðan í hæverskri ást og riddaramennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.