Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 4
NÝ SAGA. Tímarit Sögufélags 3 árg. 1989.
Útgefandi Sögufélag
Garðastræti 13 b
101 Reykjavík
s. 1 46 20
Pósthólf 1078 R 121
Prentað á íslandi 1989-
ISSN 1010-8351.
Ritstjórn: Már Jónsson og Ragnheiður Mósesdóttir.
Umbrot og forsíða: GIH-Auglýsingateiknistofa.
Filmuvinna: Offsetþjónustan.
Setning: Samsetning.
Prentun og bókband: Oddi.
Letur: Megninmál: Garamond 9° á 10° fæti. Fyrirsagnir:
Garamond 27°. Millifyrirsagnir: Garamond 12°. Heiti
höfunda: Helvetica 14°. Myndatextar: Helvetica 8° á 9°
fæti. Áhugavakar: Helvetica 8° á 9° fæti.
Pappír: Ikonofix, matt, 115 gr.
Ný saga kemur út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í
ritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljós-
myndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan
hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi
höfundar.
Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að gefa
út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu íslands,
heimildarrit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tíma-
ritin Sögu og Nýja sögu. Félagsmenn eru þeir sem
greiða áskriftarverð tímaritanna, og þeir fá bækur Sögu-
félags með 10-20% afslætti af útsöluverði. Þeir sem óska
eftir að gerast félagsmenn eða hafa efni fram að færa í
tímaritin geta snúið sér til skrifstofú og afgreiðslu Sögu-
féiags að Garðastræti 13b.
TIL LESENDA:
Nýsaga lítur nú dagsins Ijós í þriðja sinn. Markmiðið með útgáf-
unni er enn sem áður að kynna nýjar rannsóknir í sagnfræði og
búa sagnfræðilegt efni í nýjan búning til að gera það eftirtektar-
verðara á hraðfleygri fjölmiðlaöld, þar sem margir berjast um
sálir lesenda.
Myndefni er hér samofið hinu ritaða máli og er það yfirlýst
stefna ritsins að gera myndum hátt undir höfði, enda hefur
mikið verið um það rætt að nýta hinn sjónræna þátt betur en
gert hefur verið. Nauðsynlegt er að hætta að halda í þá þröng-
sýni að góður sagnfræðilegur texti um áhugavert rannsóknar-
efni þurfi að standa einn og óstuddur, myndir bæti þar engu
við. Auk þess má benda á að myndir eru líka sögulegar heimild-
ir og eiga því sjálfstæðan tilverurétt. Loks er ekki hægt að ganga
framhjá þeirri staðreynd að skilningarvitunum er ætlað að vinna
saman og því ekki nema eðlilegt að tengja saman lesefni og
myndefni og gefa Iesanda þannig kost á að mynda úr þeim eina
heild.
En því er þetta hér til umræðu? Þarf að réttlæta myndanotkun
í tímariti um söguleg efni? Ekki er það okkar skoðun en eftir að
hafa þurft að leita uppi tugi mynda virðist okkur sem þetta sé
jafhvel einn stærsti ásteytingarsteinn í útgáfu sem Nýrrisögu. Sé
um að ræða sögulegt efni frá því fyrir ljósmyndaöld er oft ekki
um auðugan garð að gresja. Þó er nú hafln skráning lýsinga í
handritum á Árnastofnun og er það vel. Mvað ljósmyndasöfn
hérlendis varðar, þá eru þau allmörg, bæði í eigu einstakl-
inga og opinberra aðila, en hvert sem litið er blasir við sama
vandamálið: skráningu er ábótavant, upplýsingar urn mynda-
eign eru af skornum skammti og skipulag sums staðar í ólestri.
Það verður þó að taka skýrt fram að alls staðar þar sem við
höfum leitað mynda höfum við mætt velvilja og hjálpfysi. Allir
sem að þessum söfnum standa eru boðnir og búnir að hjálpa,
en það eru takmörk fyrir því hverju kannski einn maður getur
áorkað þegar leita þarf að fjölda mynda í einu. Nauðsynlegt er
að gera starfsemi þessara safna hærra undir höfði en nú er gert.
Verði það ekki gert má fara að tala um myndskreytingar í stað
myndefnis í sagnfræðileg tímarit. Þá er hætt við að sömu
myndir birtist æ ofan í æ og enginn verði neinu bættari við að
skoða þær, þó í mismunandi samhengi kunni að vera.
Þetta viðhorf kemur einnig fram í þættinum Sjón og saga
Hann fjallar að þessu sinni um hvernig megi nota gamlar ljós-
myndir til að endurgera sögulegan veruleika íslenska bænda-
samfélagsins. Af öðru efni má nefna greinar um siðgæði og
kvennamál á ýmsum öldum, fjallað er um hvort frjálshyggjan
hafi haldið innreið sína í íslenska bændasamfélagið á 19. öld og
hvernig stríðsgróðinn breytti atvinnulífi höfuðborgarinnar.
Gunnar Karlsson lýsir hugmyndum sínum um sögubókaritun
og hlutverk sögunnar. í Sjónarhól koma fram hugmyndir um
skort á sögulegri vitund íslendinga og loks má nefna viðtai við
hinn kunna franska sagnfræðing Jacques Le Goff um stöðu
sagnfræðinnar í nútímasamfélagi. Engin bréf hafa borist í
Póstinn, en vonandi verður hann á sínum stað í næsta árgangi.
Ritstjórn
2