Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 81

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 81
sögu, félagssögu og menningar- sögu. Fyrirmynd þeirra var að nokkru leyti þýska tímaritið Vier- telzeitschrift fúr Sozial- und Wirtschaftsgeschichte, sem þá hafði komið út í tæpa þrjá ára- tugi. Draumur þeirra Bloch og Febvre var að endurnýja að- ferðafræði og viðfangsefni sagnfræðinnar frá grunni. Þeir höfnuðu stjórnmálasögu og allri sagnfræði sem snerist um einstaka atburði. Þá sögu urðu þeir fyrstir til að uppnefna „at- burðasögu." Þar gengu þeir að- eins of langt, en þessi ofsa- fengna afstaða var nauðsynleg á sínum tíma. Annað sem þeir gerðu var aftur á móti af hinu góða. Þeir töldu að sagnfræði ætti sér ekki viðreisnar von ef hún lokaði sig inni á eigin básum, hún yrði að ræða við önnur fræði, einkum félags- fræði, sálfræði, hagfræði og ekki síst landafræði. Tengsl sagnfræði og landafræði voru reyndar gamalgróin í Frakk- landi þá þegar. Bloch og Febvre gagnrýndu líka hefðbundnar hugmyndir um sögulegar stað- reyndir. Skoðun pósitívista var að skjöl veittu aðgang að stað- reyndum, en Febvre sýndi fram á að sögulegar staðreyndir væru verk sagnfræðinga, ekki þó tilbúningur heldur afurð starfs sem færi eftir vísindaleg- um reglum. Hann hafnaði samt ekki reglum pósitívista um heimildarýni og þessháttar, enda eru þær enn við lýði og líkar flestum vel. En í framhaldi af þessu kröfðust Febvre og Bloch þess að sagnfræðingar tækjust á við vandamál, spyrðu spurninga áður en þeir hæfust handa. Jafnframt átti markmið sagnfræðinga að vera að skrifa heildarsögu, „histoire totale," sögu sem skýrði myndun, bygg- ingu og virkni þjóðfélaga. Væri rannsókn afmörkuð við ákveð- ið efni urðu niðurstöður að segja markverða hluti um þjóð- félag eða menningu sem heild. Að því leyti voru annalistar á undan strúktúralistum. Þessar hugmyndir gáfu allar góða raun, sem meðal annars vel- gengni tímaritsins sannar. LA LONGUE DURÉE Þjóðverjar skutu Marc Bloch árið 1944. Febvre hélt áfram að gefa tímaritið út. Áherslur breyttust nokkuð, sem í fyrstu kom fram í því að nafninu var breytt og orðinu „menningu" bætt við. Það nafn hefur haldist síðan: Annales. Économie. Société. Civilisation. Febvre vildi að tímaritið fengist ekki einungis við sögu Evrópu, held- ur sögu alls heimsins. Mestu breytti þó að Fernand Braudel tók við ritstjórn tímaritsins þeg- ar Febvre lést árið 1956. Líkt og Febvre hafði Braudel áhuga á sögu annarra heimshluta og hann taldi menningarsögu óhjákvæmilegan áfanga í átt til heildarsögu, sem enn var mark- miðið. Braudel var andstæðing- ur strúktúralisma, sem naut feikilegra vinsælda nteðal menntamanna á sjötta áratug aldarinnar. Hann taldi stefnuna vera hættulega sagnfræðingum því hún gerði ráð fyrir óhreyf- anlegri byggingu þjóðfélags og menningar sem þar af leiðandi ættu enga sögu. Fyrir vikið þró- aðist hugmynd hans um hinar þrjár tegundir tímans: hraðan tíma atburða, hægari tíma tíma- bila og hægan tíma strúktúra. Þessi hugmynd Braudels er því komin til vegna andstöðu við Claude-Lévi Strauss og aðra strúktúralista, en ekki vegna áhrifa frá þeim eins og oft er fullyrt. Hann vildi sýna fram á að sagnfræðin fengist líka við strúktúra og ungir sagnfræðing- ar þyrftu því ekkert að skamm- ast sín. Það voru þó ákveðnar öfgar í hugmyndum Braudels og helsti lærisveinn hans, Emmanuel Le Roy Ladurie, fór út á hálan ís þegar hann nokkr- um árum síðar skrifaði um óhreyfanlega sögu. Það vita það allir núna að sagan stendur aldrei kyrr, hún er alltaf á hreyf- ingu, hversu hæg sem hún kann að virðast eða vera. Pósitívistar réðu ríkjum og fræðimenn einbeittu sér að því að lesa skjöl og sanna það sem þeir töldu vera staðreyndir. GAGNRÝNI Á TÍMARITIÐ Þú ert í ritstjórn, hverniggeng- ur starfíð þar fyrir sig? Framkvæmdastjóri tímarits- ins er í fullu starfi og vinnur mikið. í það starf hafa valist ungir fræðimenn, segjum á miðjum fertugsaldri, sem hafa gert góða hluti innan fræðanna. Framkvæmdastjórinn sér um alla verklega hluti og tekur á móti efni sem sent er inn. Menn hafa ekki viljað festa sig í starf- inu nema í þrjú eða f)ögur ár, því ekki gefst tími til rannsókna eða kennslu á meðan. Það er orðin hefð að þegar fram- kvæmdastjóri lætur af störfum sest hann í ritnefnd. Við erum því orðnir sex í ritnefndinni. Samkomulagið er gott, en það er allt annað þegar svona marg- ir vinna saman en þegar einn eða tveir sjá um ritstjórn. Við lesum allir allar greinar sem berast. Við hittumst mánaðar- lega og ákveðum í sameiningu hvað birtist og hvað ekki. Oftast erum við á einu máli, en það kemur fyrir að við greiðum at- kvæði og meirihlutinn ræður. Þegar við Emmanuel Le Roy btdurie tókum við tímaritinu af Tímaritið er í vanda statt vegna vinsæida sinna. 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.