Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 42
Már Jónsson
Sárafáar konur voru
það harðsnúnar að
þær neituðu að nefna
nöfn.
Forsíða á ritlingi sem
Guðbrandur Þorláks-
son gaf út á Hólum
árið 1596: „Um Eiða
og Meinsæri, hvað
hræðileg Synd það sé
fyrir Guði ranga Eiða
að sverja. “ Þremur
fingrum hægri handar
átti að lyfta til himins
eða leggja á Biblíuna.
Þumalfingur merkti
Guð föður, vísifingur
Guð son og langatöng
Guð heilagan anda.
Hina fingurna átti að
beygja inn í lófann.
Baugfingur merkti sál
mannsins en litlifingur
líkamann, sem var
minna virði en sálin.
sem ég satt segi, gramur ef ég
lýg.“ Væri kvæntur maður lýstur
faðir var honum yfirleitt dæmd-
ur sjöttareiður. Þá nefndi sýslu-
maður sex nefndarvætti og
urðu þrjú þeirra að sverja með
honum, auk tveggja fangavotta.
Þannig lýsti Guðríður Ingi-
mundardóttir Pál Halldórsson
föður að barni sínu Sigurði sem
fæddist á jólum 1633- Hann
harðneitaði bæði barni og
„holds samblandi" með Guð-
ríði síðan hann gekk að eiga
konu sína Oddnýju. Á þingi að
Svínavatni í september 1634 var
Páli gert að vinna sjöttareið inn-
an f)órtán nátta og nefndi sýslu-
maður honum sönnunarmenn
á þinginu, „so sem ber.“ Eins
átti Sigurður Magnússon að
sverja sjöttareið íýrir barn
Helgu Halldórsdóttur árið 1693
„svo framt Sigurður liafi verið
eigingiftur um barnsins getnað-
artíma," en lýrittareið minni að
öðrum kosti.35
SAMFARATÍMI OG
SÖNNUNAREIÐAR
KVENNA
Það var ekki ófrávíkjanleg
regla að karlar sem neituðu fað-
erni fengju að sverja fyrir börn
sem þeim voru kennd. Konan
og hinn lýsti faðir voru bæði
yfirheyrð og hann fékk ekki eið
nema hann hefði eitthvað til
síns máls. Dómsmenn að Holti
undir Eyjafjöllum vorið 1604
áttu til að mynda í vandræðum
með að gera upp hug sinn í
deilu Sigríðar Gísladóttur og
Björns Erlendssonar: „En aug-
ljóst er annað hvort segir ósatt...
En oss þótti stór vandi að dæma
í þvílíkum ágreiningum eið er
hvorir tveggja eru jafnlíkir til
sanninda." Ekki var dæmt í mál-
inu að sinni, en niðurstaðan
var sú að ári síðar vann Björn
þann eið „að ég lief ekkert lík-
amlegt sambland haft við Sig-
ríði Gísladóttur síðan í fýrra vet-
ur fyrir Pálsmessu.“ Með þeim
eiði var Björn laus við barnið
vegna þess að sá tími sem hann
viðurkenndi að hafa haft sam-
ræði við Sigríði kom ekki heim
og saman við fæðinguna.36
Hvorki sýslumaður né dóms-
menn töldu Gísla Pálssyni hins
vegar þann eið særan sem hann
bauð fyrir barn Ingibjargar
Jónsdóttur. Hún fullyrti að
barnið hefði komið undir á
föstudegi þegar sex vikur voru
af vetri árið 1674. Hann vildi
engu svara á þingi að Gaulverja-
bæ 16. júní 1675 og var gert að
tilgreina þá viku sem hann „til
minnist samfarir Ingibjargar og
hans orðið hafi, hvað vér vor-
kennum honum ekki að gjöra
og sé búinn að auglýsa tímann
sýslumanninum fyrir Jóns-
messu so sannleikur um barns-
faðerni finnast rnætti." Gísli
hlýddi strax og játaði samræði
með Ingibjörgu „í vikunni fyrir
Þrettánda, sem byrjaðist 11.
janúar 1674... og þaðan frá aldr-
ei á þeim vetri framundir
tveggja postula messu." Út-
reikningur leiddi í ljós að „sá
tími sem yfir hefur eðlilegan
barnburðartíma séu nærri sex
vikur.“ Eiðstilboð Gísla var ekki
tekið til greina og mánuði síðar
lofaði hann að taka við barninu
„so sem faðir.“37
Hér gátu hugmyndir um
meðgöngutíma skipt sköpum. Á
prestastefnu að Flugumýri 10.
júní 1696 var rætt um „almenni-
legan níu mánaða barnsfæðing-
ar tíma“ og í dómasafni frá lok-
urn 17. aldar er þessi setning:
„Almennilegur barnburðartími
40
kvenna 39 vikur 1 dagur eður
9 mánuðir 3 vikur 1 dagur.“38
Neðri mörkin eru 274 dagar og
efri mörkin 292 dagar. í dóm-
um um faðerni var oftast miðað
við slík mörk og allmargir karl-
ar sem játuðu samfarir með
móðurinni en neituðu að gang-
ast undir faðerni barnsins fengu
eið og sluppu með skrekkinn.
Menn vissu þó vel að níu mán-
aða meðgöngutími var ekkert
náttúrulögmál, til að mynda
dómsmenn að Engihlíð í nóv-
ember 1623- Þeir miðuðu dóm
sinn að vísu við níu mánuði, en
sýndu þá varkárni að láta Árna
Teitsson sverja fyrir samfarir við
Gyðu Halldórsdóttur „í tvo
mánuði fyrir hennar getnaðar-
tíma og ekki heldur á barngetn-
aðartímanum og ekki tvo mán-
uði þar eftir er hún tók við sínu
barni.“ Eins ályktuðu prestar á
Þingvöllum sumarið 1710 „að
jafnvel þótt ekki kunni menn
neitt víst að segja um svo
heimuglegan náttúrunnar hlut,
þá samt eftir því að vér sjáum af
lærðra manna bókum að sjö
mánaða fóstur kunni lifandi í
ljós að koma höldum vér að átta
mánaða fóstur kunni og lifandi
að fæðast."39 Skeleggastar skoð-
anir hafði þó Brynjólfur
biskup Sveinsson. Á alþingi
1651 lét hann lesa upp bréf um
meðgöngutíma og tiíefnið var
að honum þótti að svo væri
komið að „sérhverjum vanvitr-
ingi og óbljúgum dára“ liðist að
sverja af sér börn „íýrir lítils
tíma sakir, hvern þeir sjálfir til-
taka.“ Með því að taka saman og
rekja álit fróðra manna á borð
við Hippókrates og Aristóteles
sýndi hann að „kvenburðartím-
inn“ væri ekki „kvarðaður,
skorðaður og niður bundinn
við nokkra vissa, óbrigðanlega
tímalengd, sem vér almenni-
lega meinum" heldur gætu
konur fætt á sjöunda, áttunda,
níunda og tíunda mánuði frá
getnaði. Biskup hvatti veraldleg
yfirvöld því til að fara varlega
með að leyfa þeim mönnum
eiða „sem börnin vilja af sér
sverja, en ekki verkið, þar sem