Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 80

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 80
hafa tæplega skilið það ennþá að sagnfræðirannsóknir og aðr- ar rannsóknir eru nauðsynlegar til að viðhalda menningu og vit- und þjóðarinnar. Þetta hefur þó breyst undanfarin ár og ríkis- stjórnin sem situr núna stendur sig vel hvað þetta varðar. Hvað sem þessu líður er mikill áhugi á sagnfræði í Frakklandi og hef- ur verið lengi, allt frá miðöld- um myndi ég segja yrði ég spurður. Bækur um sögu seljast vel og á þeim vettvangi eru möguleikar fyrir unga sagn- fræðinga, bæði við að skrifa bækur, en einnig og kannski frekar við að stýra ritröðum hjá stærri forlögum. Þessir menn verða síðan milliliðir almenn- ings og háskólasagnfræðinga, sem kemur sér afar vel. Enn aðrir sagnfræðingar fá vinnu við að skrifa sögu stóríyrirtækja. Þar virðist mér satt að segja vera vaxtarbroddur í franskri sagn- fræði og mörg fyrirtæki skilja það fullvel að til þess að gera vel þarf fé og tíma. Til dæmis var að koma út saga Saint Gobain-glerverksmiðjanna, sem höfðu sagnfræðing á launum í allmörg ár. Það rit er vel unnið og segir ýmislegt nýtt um þjóð- arsöguna. Ég veit til þess að mörg fyrirtæki hafa áhuga á sögu sinni og svo gæti jafnvel farið að þau styrktu rannsóknir sem ekki þurfa endilega að varða þau sjálf. Þetta er því ekki alveg vonlaust. Hver er þá staða þíns skóla, École des Hautes Études en Sciences Sociales, um þessar mundir? Þar er allt með sóma. Skólinn hefur sérstöðu innan franska háskólakerfisins. Upphaflega var hann hag- og félagsvísinda- deild í öðrum skóla, sem enn er til, École pratique des Hautes Études. Þá deild stofnaði Lucien Febvre, annar frumkvöðull ann- álahreyfingarinnar, skömmu eftir síðari heimsstyrjöld. Staða sagnfræði í deildinni var afar sterk. Hún var mikið kennd og forsetar deildarinnar voru allir sagnfræðingar, fyrst Febvre sjálfur, síðan Braudel og ég síð- astur. í minni forsetatíð, árið 1975, tókst okkur að fá því áork- að að deildinni var breytt í sjálf- stæðan skóla, École des Hautes Études en Sciences Sociales. Þá var deildin orðin stærri en allar hinar deildir skólans til samans. Skólinn er eiginlega einskon- ar útópía annálahreyfingarinn- ar. Hann er einstakur fyrir þá sök að einvörðungu er fengist við að þjálfa fólk til rannsókna, hann menntar ekki kennara eins og aðrir háskólar í Frakk- landi. Öll kennsla er á doktors- stigi og undirbúningur doktors- ritgerðar tekur mestan tíma nemenda. Þar af leiðandi er lögð rík áhersla á aðferðafræði. Annað sérkenni skólans er að prófessorar kenna aðeins það sem þeir eru að rannsaka það og það árið. Þeir ráða því líka alveg sjálfir hvað þeir taka til at- hugunar, hvorki skóli né stjórn- völd skipta sér af því. Þetta er ómetanlegt og skólinn er hálf- gerð paradís á jörðu. Fyrir vikið kemur fólk frá öðrum löndum til skólans, bæði til að skrifa rit- gerðir og kenna, en einnig til að hlusta á fyrirlestra og fylgjast með. Rúmlega helmingur nem- enda eru útlendingar og það kemur sér vel fyrir okkur að heyra önnur sjónarmið og nýjar hugmyndir. Þar að auki breiðist hróður skólans um allan heim. Sagnfræði er mjög áberandi innan skólans, en aðrar greinar hafa þanist enn meira út, eink- um mannfræði. Aukið mikil- vægi hennar sést á því að nú er mannfræðingurinn Marc Augé forseti skólans. Hann tók við af sagnfræðingnum Frangois Fur- et sem tók við af mér. Reyndar nefni ég það sem ég er að gera sögulega mannfræði og sam- starf er mikið á milli greina inn- an skólans. UPPHAF ANNÁLANNA Hið þekkta tímarit, Les Anna- les, er gefíð út í skólanum, ekki satt? Jú. Skrifstofur tímaritsins eru í byggingu skólans og hann að- stoðar við útgáfu. Ritnefndar- menn eru flestir tengdir skólan- um. Tímaritið er þó fjárhags- lega óháð, enda vinsælt og selst vel. Hvernig hefur tímaritið þróast? Annálarnir, sem í byrjun hétu Annales d’histoire économique et sociale, hófu göngu sína árið 1929. Stofnendur vorir tveir prófessorar við háskólann í Strasbourg, báðir merkir sagn- fræðingar, Marc Bloch og Lucien Febvre. Fáeinum árum síðar fluttust þeir til Parísar. Febvre fékk stöðu í Collége de France en Bloch fór að kenna við Sorbonne. Markmið þeirra var að hrista upp í sagnfræði- rannsóknum og hugsun um sagnfræði. Víðast hvar í Evrópu var hún algerlega stöðnuð. Pósitívistar réðu ríkjum og fræðimenn einbeittu sér að því að lesa skjöl og sanna það sem þeir töldu vera staðreyndir. Sagnfræðingar sinntu einkum sögu stjórnmála, stofnana og hernaðar. Ríkust áhersla var lögð á einstaka atburði eða við- burði, |Deir voru taldir skipta mestu máli. Annálarnir beittu sér í fyrstu á sviðum sagnfræði sem höfðu lítið verið könnuð, einkum hag- Stjórnvöld hafa tæplega skilið það ennþá að sagnfræði- rannsóknir og aðrar rannsóknir eru nauð- synlegar til að viðhalda menningu og vitund þjóðarinnar. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.