Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 8
Guðmundur Hálfdanarson
Alþingismenn voru reiöubúnir lil að losa um haftabönd vistarskyidunnar. Skyldi eitthvað af heimamönnum
á þessum bæ hafa notið góðs af því?
Afstaða Islendinga til
einstaklingsfrelsis
kom fram í hugmynd-
um þeirra um atvinnu-
frelsi.
menntunar áður en þeir fá skil-
ið eða notfært sér aukið
frelsi."4 Hvar okkur ber að
draga mörkin, hvenær einstak-
lingurinn er nógu þroskaður til
að nýta sér frelsið, er ein þeirra
spurninga sem frjálshyggjan
liefur ekki getað svarað á óyggj-
andi hátt.5
ATVINNUFRELSIÐ
Afstaða íslendinga til einstak-
lingsfrelsis kom hvergi betur
fram en í hugmyndum þeirra
um atvinnufrelsi. Höft á frelsi
manna til að selja vinnu sína á
hvaða hátt sem þeim sýndist var
alvarlegt brot á grundvallarregl-
um frjálshyggjunnar. Slík höft
takmörkuðu persónulegt frelsi
einstaklingsins og fólu í sér af-
nám eignarréttar þeirra sem
áttu ekki önnur verðmæti til
sölu en vinnuafl sitt. Hvernig
átti líka frjálshyggjan að leiða til
framfara ef mönnum var mein-
að að selja vinnu sína nema á
einhvern fyrirfram ákveðinn
hátt?
Deilur um atvinnufrelsi á ís-
landi á síðari hluta 19. aldar
snérust fyrst og fremst um tvö
mál, réttinn til lausamennsku
annars vegar og réttinn til hús-
mennsku og búðsetu hins
vegar. í fyrra tilvikinu var
spurningin hvort leyfa bæri
ógiftum persónum að losna
undan vistarskyldunni og varð-
aði skyldu hvers einstaklings
sem ekki taldist bóndi til að
ráða sig í ársvist. Síðara málið
fjallaði um rétt verkafólks til að
stofna heimili og lifa sjáífstæðu
lífi, en bann við því var fornt í
íslensku réttarkerfi. Frumvörp
um þessa hluti voru hvað eftir
annað tekin fýrir á Alþingi síð-
ustu áratugi 19. aldar. Fyrst var
það árið 1861 að frumkvæði
dönsku stjórnarinnar, sem
hvatti til aukins frelsis í atvinnu-
málum íslendinga. Síðar var
það í formi þingmannafrum-
varpa, sem hneigðust ýmist til
meira frelsis eða hertra tak-
markana.
Kjarni deilnanna um at-
vinnufrelsi kemur skýrt fram í
orðum Jóns Sigurðssonar á
Gautlöndum í þingræðu árið
1877. I lann taldi að „það væri
eðlilegt, að menn vildu hafa
frjálsræði til að leita sér atvinnu
á þann hátt, sem þeim væri hag-
felldast, en aftur á móti sýndi
reynslan, að sjálfræðið væri
ekki eins hagfellt fyrir hið al-
menna, eins og það væri fagurt
álitum. Spurningin var hér
eins og ávallt þegar frelsi ein-
staklingsins bar á góma: Hvar
átti að draga mörkin á milli
þarfar samfélagsins og réttar
einstaklingsins? Hvaða rétt
hafði einstaklingurinn til að
leita sér atvinnu á þann hátt
sem stefndi þjóðfélaginu í
voða? Hér lá sú viðtekna skoð-
un að baki að lausamennska og
húsmennska gerðu einstak-
lingnum aðeins illt. Vinnu-
mennskan vendi hann á reglu-
semi og iðni, en í lausa-
mennsku og þurrabúðum
vendist hann á svall, eyðslusemi
og leti.7 hað kann að þykja
nokkur þverstæða að þeir sem
voru þessarar skoðunar fundu
6