Ný saga - 01.01.1989, Page 8

Ný saga - 01.01.1989, Page 8
Guðmundur Hálfdanarson Alþingismenn voru reiöubúnir lil að losa um haftabönd vistarskyidunnar. Skyldi eitthvað af heimamönnum á þessum bæ hafa notið góðs af því? Afstaða Islendinga til einstaklingsfrelsis kom fram í hugmynd- um þeirra um atvinnu- frelsi. menntunar áður en þeir fá skil- ið eða notfært sér aukið frelsi."4 Hvar okkur ber að draga mörkin, hvenær einstak- lingurinn er nógu þroskaður til að nýta sér frelsið, er ein þeirra spurninga sem frjálshyggjan liefur ekki getað svarað á óyggj- andi hátt.5 ATVINNUFRELSIÐ Afstaða íslendinga til einstak- lingsfrelsis kom hvergi betur fram en í hugmyndum þeirra um atvinnufrelsi. Höft á frelsi manna til að selja vinnu sína á hvaða hátt sem þeim sýndist var alvarlegt brot á grundvallarregl- um frjálshyggjunnar. Slík höft takmörkuðu persónulegt frelsi einstaklingsins og fólu í sér af- nám eignarréttar þeirra sem áttu ekki önnur verðmæti til sölu en vinnuafl sitt. Hvernig átti líka frjálshyggjan að leiða til framfara ef mönnum var mein- að að selja vinnu sína nema á einhvern fyrirfram ákveðinn hátt? Deilur um atvinnufrelsi á ís- landi á síðari hluta 19. aldar snérust fyrst og fremst um tvö mál, réttinn til lausamennsku annars vegar og réttinn til hús- mennsku og búðsetu hins vegar. í fyrra tilvikinu var spurningin hvort leyfa bæri ógiftum persónum að losna undan vistarskyldunni og varð- aði skyldu hvers einstaklings sem ekki taldist bóndi til að ráða sig í ársvist. Síðara málið fjallaði um rétt verkafólks til að stofna heimili og lifa sjáífstæðu lífi, en bann við því var fornt í íslensku réttarkerfi. Frumvörp um þessa hluti voru hvað eftir annað tekin fýrir á Alþingi síð- ustu áratugi 19. aldar. Fyrst var það árið 1861 að frumkvæði dönsku stjórnarinnar, sem hvatti til aukins frelsis í atvinnu- málum íslendinga. Síðar var það í formi þingmannafrum- varpa, sem hneigðust ýmist til meira frelsis eða hertra tak- markana. Kjarni deilnanna um at- vinnufrelsi kemur skýrt fram í orðum Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum í þingræðu árið 1877. I lann taldi að „það væri eðlilegt, að menn vildu hafa frjálsræði til að leita sér atvinnu á þann hátt, sem þeim væri hag- felldast, en aftur á móti sýndi reynslan, að sjálfræðið væri ekki eins hagfellt fyrir hið al- menna, eins og það væri fagurt álitum. Spurningin var hér eins og ávallt þegar frelsi ein- staklingsins bar á góma: Hvar átti að draga mörkin á milli þarfar samfélagsins og réttar einstaklingsins? Hvaða rétt hafði einstaklingurinn til að leita sér atvinnu á þann hátt sem stefndi þjóðfélaginu í voða? Hér lá sú viðtekna skoð- un að baki að lausamennska og húsmennska gerðu einstak- lingnum aðeins illt. Vinnu- mennskan vendi hann á reglu- semi og iðni, en í lausa- mennsku og þurrabúðum vendist hann á svall, eyðslusemi og leti.7 hað kann að þykja nokkur þverstæða að þeir sem voru þessarar skoðunar fundu 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.