Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 25

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 25
KLERKAR í KLÍPU sjálfdæmi. Eyjólfur þessi hlaut illan endi og dó skömmu síðar, en dóttir hans varð galin og átti börn með strákum.10 Kirkjan lét að vísu kyrrt liggja þó prestar gengju í hjónaband eða byggju með konum en hún gerði hins vegar allt sem í hennar valdi stóð til að prestar yrðu ekki valdir að frændsemis- eða sifjaspellum. Slík brot voru samkvæmt kenningum kirkj- unnar mjög alvarleg kynferðis- afbrot og var tekið hart á þeint. Má þar sem dæmi nefna þann atburð er Þorlákur biskup stíaði í sundur og ógilti hjónaband þeirra Þórðar prests og Snæ- laugar Högnadóttur vegna frændsemisspella, en Snælaug hafði áður átt barn með manni sem var fjórmenningur við Þórð. Ásamt þvi að rifta hjóna- bandinu lýsti biskup börn þau sem fædd voru eftir riftunina laungetin og svipti Högna föður Snælaugar embætti vegna þess að hann hafði komið á hjóna- bandi sem meinbugir voru á og síðan staðið með dóttur sinni og tengdasyni í deilum við biskup. Líklega hefur biskup grunað að Högni hafi vitað hvernig í pottinn var búið. Mikl- ar deilur urðu útaf þessu máli. Því lauk með sætt, en eftir það áttu þau Þórður og Snælaug saman þrjá syni og voru ýmist í sátt við biskup eða forboði.11 En það voru ekki bara hefð- bundin frændsemisspell sem klerkar og skyldulið þeirra gat ratað í. Prestar skírðu börn og við það mynduðust guðsifjar milli þeirra og barnsins. Því segja þeir Jón og Eilífur í skipan sinni frá 1323: „Svo má og eng- inn prestssonur þeirrar konu fá er faðir hans skírði og engin prestsdóttir þann mann er faðir hennar skírði."12 Á þessu má sjá að vandi presta og skylduliðs þeirra var meiri en annars fólks og það gat auðveldlega fallið í stórsynd án þess að gera sér nokkra grein fyrir því. Eins og áður sagði þá var það almenn regla þar til um miðja 13- öld að klerkar væru kvong- aðir og er óþarfi að nefna dæmi um það, svo mörg eru þau. Um einstaka klerka er þó sagt að þeir hafi haldið frillur og má þar nefna Sigmund prest á Húsafelli. Frilla hans hét Þuríð- ur Skeggjadóttir.13 Ingimundur prestur fóstri Guðmundar Ara- sonar kvæntist konu er Sigríður hét en þeim kom illa saman og skildu. Ingimundur tók þá sam- an við konu sem hét Brynhildur og er þess ekki getið að fram hafi farið festar og brúðkaup. Því er næsta víst að hún hefur verið frilla hans.14 BANN VIÐ HJÓNA- BÖNDUM KLERKA OG AÐGERÐIR GEGN FRILLUHALDI ÞEIRRA í fyrstu létu yfirmenn kirkjunn- ar sér nægja að hvetja íslenska klerka til einlífis ef j:>eir þá skiptu sér nokkuð af samskipt- um þeirra við hitt kynið svo fremi þau voru innan skikkan- legra marka. Þegar kirkjan síðan efldist hefur það orðið æ algengara að klerkar væru ókvæntir. Hatrömum áróðri var haldið uppi gegn kvennastússi klerka og var honum víða laum- að að þar sem líklegt þótti að hann hefði áhrif. Nokkur slík áróðursplögg hafa varðveist. í Maríusögu er skemmtileg saga um prest nokkurn sem hafði lofað Maríu einlífi en fastnaði sér síðar konu að hvatningu frænda sinna. Þá vitraðist María honum og sagði: „En vittu það til sanns að ég mun eigi vera frilla þín.“ Presturinn fór til biskups og sagði sínar farir ekki sléttar en biskup leysti festar hans og konunnar.15 Til er merkilegt plagg frá því um 1200, svokölluð Rannveig- arleiðsla. Hún fjallar um konu sem fylgt hafði prestum tveim en féll í dá og hélt sig vera komna í verri staðinn og ætti að kveljast þar fyrir vikið. Fjand- arnir sem tóku á móti henni sögðu: „það er leiðinlegur hór- dómur, er þú hefur framið, er þú hefur lagst undir tvo presta og saurgað svo þeirra þjónustu og þar með ofmetnað og fé- girni."16 Boðskapur sögunnar er augljós, prestar eiga að lifa einlífi og konur eiga ekki að freista þeirra. Það hlaut að koma að því fyrr eða síðar að kirkjuleg yfirvöld jágmn X'*i* úr 1»5 l'cui Fu>ri fdgr-i&ii • ' • X 7/f' n áxt'A ^ eúA ch Y v>«il kcnti j V* fo t taúwMÆ Vto uStt fiíí á ífiþ V ° x> 1 'JL ' — * iht cn j t ttjut fti prfrH&fetí:'>tí<r‘4 t )í' ittti) <£ íÉ JWtu Ar V ú fh»JÓ\s (p.‘i! vSúMH J Úr Rannveigarleidslu. 4 0 i 4 .otótir Jtotítttt • Um einstaka klerka er þó sagt ad þeir hafi haldið frillur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.