Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 52
hins vegar djúprætt liugtak sem
á lítið skylt við bjartsýni. Sá sem
lætur stjórnast af von getur litið
út sem svartsýnismaður. Það er
einatt maðurinn sem bendir á
hin geigvænlegu neikvæðu tím-
anna tákn til þess að vara við
þeim, nefna þau með það í
huga - eins og galdramaðurinn
og Andy Warhol í myndlistinni
- að ná valdi á þeim til þess að
geta nefnt þau með nafni og um
leið kveðið þau í kútinn. Til-
gangur hans er að benda á hin
jákvæðu tímanna tákn eða með
öðrum orðum á vonina. Hann
er í viðbragðsstöðu.
Vonin er sem sagt fýrirbæri
sem skiptir meginmáli fýrir ein-
staklinga og ekki síður þjóðir.
Um hana hafa menn skrifað heil
heimspekirit (Ernst Bloch: Das
Prinzip Hoffnung) og guð-
fræðirit (Júrgen Moltmann: Die
Theologie der Hoffnung). Og
um hana snýst heil heimspeki-
og guðfræðistefna sem nú er í
verulegum uppgangi. Hún á sér
upphaf í heimspeki þeirra
Alfred North Whiteheads og
Charles Hartshornes: ferlis-
heimspeki og ferlisguðfræði
(process philosophy/theology).
Þar er einmitt gengið út frá því
að líf mannsins sé borið uppi af
ákveðinni vitund um framtíðina
og að maðurinn sé ekki eins og
dauður hlutur í heiminum
heldur þvert á móti sé hann
skapari sögunnar að einhverju
marki í það minnsta. Og að von-
in sé hreyfiaflið í lífi mannsins,
leyndardómur, sem hann fær
hvorki skilið til fulls né án
hennar lifað.
Það er spennandi fyrir okkur
íslendinga að finna nýjar að-
ferðir til þess að draga einhvern
lærdóm af okkar merkilegu
sögu. Og nýta hana til að
skilgreina nútímann og taka
stefnuna fram í tímann. í stað
þess að láta okkur nægja að
horfa aftur í tímann á þeim ótal
afmælum og hátíðum sem
framundan eru í óljósri þrá til
þeirra tíma sem voru betri en
rótleysi samtímans. Auðvitað er
það skelfileg tilhugsun fyrir
happdrættissjúka þjóð að taka
sér verkefni af því tagi fyrir
hendur. En verður hjá því
komist? Unginn verður að læra
að fljúga - hjá því kemst hann
ekki.
Happdrætti
Háskóla (slands
Hvað á }eg helsl að kaupa:
fjórðungsmiða, hálfmiða eða
heilmiða?
Þannig spyrja margir sjálía sig.
En GESTEIl hefur svarað þcssu. og er
hjer svar hans fil leiðbelningar þeim
sem eru ■ vafa:
Þá ertu að sökkva í örbirgðarhyl
og áhyggjur sál þína buga:
leitaðu Happdrættis Háskólans til,
það hefir kvartmiða, er duga.
Ef hugur þinn girnist mest hús, ljós og yl
og hóglífisþrána að metta:
skundaðu Happdrættis Háskólans til
og hálfmiða taktu — þann rjetta.
En viljirðu höndla það helst gleður drótt
og hamingju veitir og yndi:
símaðu Happdrætti Háskólans fljótt
og heilmiða kauptu í skyndi.
Islendingar hafa ætíd verið ginnkeyptir fyrir alls kyns happadrættum
og lukkumiðum. Hér hefur skáldfáknum verið beitt í þágu þessarar
skemmtunar. En það dugar ekki að láta kylfu ráða kasti.
50