Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 29

Ný saga - 01.01.1989, Blaðsíða 29
KLERKAR í KLÍPU sannar jafnframt að til voru þeir biskupar á hinum Norður- löndunum sem reyndu að fram- fylgja reglum kirkjunnar um einlífi klerka. Sá atburður hér- lendis sem við höfum heimildir um og kemst einna næst því að vera af svipuðum rótum runn- inn og hinar harkalegu aðgerð- ir Björgvinjarbiskupa er frá ár- inu 1541, rétt í þann mund sem verið er að lögtaka siðbreyting- una. Þá var síra Sæmundur Jónsson dæmdur frá prestskap fyrir að eiga þrjú frilluborin þörn og auk þess að hafa fallið einu sinni í hórdóm.41 Eins og áður var getið þá tíðkuðust aðr- ir siðir sunnar í Evrópu og er næsta víst að þeim klerkum sem störfuðu í návígi við æðstu stofnanir kaþólsku kirkjunnar hefði ekki liðist sú hegðun í kynferðismálum sem tíðkaðist meðal klerka á Norðurlöndum. Til eru heimildir sem benda til þess að hið opinbera frilluhald norrænna klerka hafi haft nei- kvæð áhrif á starfsemi kirkju- legra stofnana. Árið 1257 varð Alexander páfi t.d. að gefa út bréf sem leyfði smábræðrum (mínorítum) á Norðurlöndum að gista á prestssetrum þar sem klerkar héldu frillur án þess að falla í bann af því, og þann 18. mars árið 1261 var gefið út páfa- bréf sama efnis handa prédik- arabræðrum.42 Eftir siðbreytingu hvarf þetta vandræðamál að mestu leyti úr sögunni, Samkvæmt Kirkjuskip- an Kristjáns III. og prestasam- þykkt á Alþingi frá árinu 1541 máttu klerkar kvænast ef þeir vildu en lifa einlífi ella.43 En það kom þó að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að mannleg náttúra hefði sinn gang og að klerkar gripu til annarra kvenna en þeir voru kvæntir. Haustið 1546, svo dæmi sé tekið, neyddist Gizur biskup til að stefna síra Ólafi Jónssyni fyrir ýmis brot, m.a. hórdóntssök nteð tveint eigin- giftum konum, en hann hafði þá ekki tekið skriftir fyrir þau brot.44 Er næsta víst að þeim klerkum sem störfuðu í návígi við æðstu stofnanir kaþólsku kirkjunnar hefði ekki liðist sú hegðun í kynferðismálum sem tíðkaðist meðal klerka á Norðurlöndum. UM BROTLEGT KLAUSTURFÓLK Hafi kirkjuyfirvöld einhvern- tíma gefið norrænum klerkum undanþágur frá lögum kirkj- unnar um einlífi presta þá giltu þær að sjálfsögðu ekki um klausturfólk. Ekki höfðaði klausturlifnaður til íslendinga og má sem dæmi nefna að leggja varð niður nunnuklaustr- ið á Kirkjubæ á Síðu aðeins nokkrum áratugum eftir að það var stofnsett. Heldur betur gekk með munklíftð en þó er næsta víst að klausturfólk varð aldrei fjölmennur hópur á íslandi. Nokkur dæmi eru til um barneignir klausturfólks. Til dæmis kvittaði Jón biskup Vil- hjálmsson systur Þuríði Hall- dórsdóttur af barneign með síra Þorláki Sigurðssyni sem mun hafa verið bryti Jóns.45 Ekki er þess getið hvaða skriftir hún tók. Árið 1431 tók síra Þórður Roðbjartsson miklar skriftir fyr- ir barneignir með systur Þóru Illugadóttur. Samkvæmt skrifta- bréfi Jóns biskups Vilhjálmsson- ar skyldi hann fara í pílagríms- ferð til allra höfuðkirkna í Hóla- biskupsdæmi og ganga berfætt- ur frá því þær kæmu í augsýn. Þar fyrir utan átti síra Þórður að halda föstur samkvæmt ákveðn- um reglum, ganga í klaustur að lokinni pílagrímsferðínni og aldrei aftur í nunnuklaustur koma. í skriftabréfinu er tekið fram að vegna vanmáttar þurfi hann ekki að ganga til Rómar. Hann var og sviptur embætti þar til biskup ákvæði annað.46 Þótt skriftirnar væru stórar á pappírnum þá skal sem minnst fullyrt um hversu rækilega þeirn var framfylgt. Svo mikið er víst að þann 21. mars árið 1432 var síra Þórður aftur kom- inn í prestatölu.47 Hvort hér hefur orðið barn úr skal látið ósagt, en víst er að bróðirinn hefur hér lyft huga sínum í tvennum skilningi. 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.