Ný saga - 01.01.1989, Síða 64

Ný saga - 01.01.1989, Síða 64
Helgi Skúli Kjartansson KLONDIKE ÍSLANDS ATHUGASEMD UM FÓLKSFJÖLGUN OG GIFTINGARALDUR Á NORÐAUSTURLANDI Á SEINNI HLUTA19. ALDAR Hjúskapartíðni valinna aldursflokka næmasti mælikvarðinn á atvinnuástand sveita- samfélagsins. INýrrri sögu í fyrra drepur Halldór Bjarnason meðal annars á hina öru fólks- fjölgun á Austurlandi á seinni hluta síðustu aldar, talar jafnvel um „Klondike íslands." Ekki skal ég draga úr rétt- mæti þeirrar athugunar, heldur er erindi mitt hér það eitt að benda á eina hlið þessa „Klon- dikefyrirbæris,“ nefnilega þá að fólk gifti sigyngm á uppgangs- svæðinu fyrir austan en annars staðar á landinu. Hér er rétt að rifja það upp að hin austlenska blómgvun byggðar og mannfjölda á öld- inni sem leið var raunar tvö ólík fyrirbæri, aðskilin í tíma og rúmi. Undir aldamótin var það sjávarútvegurinn á Austfjörðum sem dró til sín fólk. Áratugirnir 1860-1880 voru á engan hátt neitt blómaskeið á Austurlandi, enda fór fólki fækkandi. Fyrir 1860 hafði hins vegar verið mikill uppgangstími á Austur- og Norðausturlandi og þá eink- um í sveitum með nægt land- rými og góða sauðabeit. Frá 1801 til 1860 hafði íslendingum fjölgað úr 47 000 í 67 000, en á sama tíma fjölgaði Norður-Þing- eyingum og Norðmýlingum til samans úr 2 400 í 5 900. Til samanburðar má taka Suður- land, þ.e. Árnessýslu, Rangár- vallasýslu og Skaftafellssýslur, þar sem fjöígaði úr 12 100 í 14 000. Nú er það meðal annars at- hyglisvert um fólksfjölgunar- svæðið á Norðausturlandi að þar var hjúskaparaldur talsvert Íægri en annars staðar á land- inu. Athugum aftur manntalið 1860. Af karlmönnum í aldurs- flokknum 30-34 ára eru 60% kvæntir (að meðtöldum ekkl- um og fráskildum), en 40% eru enn ókvæntir, flestir þeirra að líkindum innlyksa f vinnu- mannsstöðu sökum fátæktar og hörguls á jarðnæði. Á Suður- landi, þar sem hæg fólksfjölgun ber vott um að sveitir voru löngu fullsetnar, voru þó ekki aðeins 40% karla á þessum aldri ókvæntir heldur fast að helmingi, 47%. Á Norðaustur- landi - hér að Suður-Þingeyjar- sýslu meðtalinni því að mann- talsskýrslan telur Þingeyjarsýsl- ur báðar saman - voru hins veg- ar ekki nema 35% karla á þess- um aldri sem aldrei höfðu kvænst. Enn skýrari verður Voru Þingeyingar og Norðmýlingar nýjungagjarnari en Sunnlendingar og létu sér síður lynda að búa þröngt og við rýran kost? 62
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.