Ný saga - 01.01.1989, Síða 15

Ný saga - 01.01.1989, Síða 15
» 82, á „Frankaríki"; þá tekur við „England", bls. 120, og þannig áfram eftir löndum. Á undan fer svo sjálít byltingarágripið sem hér er til umræðu. M. St. hafði augljósa ástæðu til að skeyta þessu ágripi framan við fréttayfirlit sitt. Til þess að menn áttuðu sig betur á „ástandi franskra um nýársleyt- ið 1795 ..þótti honum nauð- synlegt að rekja orsakirnar til hins „ógnarlega stríðs“ sem Frakkar höfðu þá átt í i nokkur ár (s. 3). Byltingarágripið átti þannig að varpa ljósi á bak- grunn þeirra stórtíðinda sem yfirlitið fyrir árin 1795—1796 greindi frá. Samkvæmt þessu sjónarmiði hefði mátt búast við að M. St. legði fullteins mikla áherslu á að rekja gang byltingarinnar 1792-1794 - eftir að sá ófriður hófst við grannríkin sem stóð enn við „nýársleytið 1795“ - og upphafsskeið hennar. En í reynd fer drjúgur meirihluti ágripsins í að lýsa aðdraganda byltingarinnar og framgangi fram til „októberdaganna" 1789. Gefið er nokkurn veginn sam- fellt yfirlit yfir atburðarásina í Versölum og París á þessu tíma- bili; hér er lýsingin á köflum svo ítarleg að minnir á frétta- flutning í nútímastíl. En síðan skiptir höf. vísvitandi um efnis- tök, kveðst ekki geta leyft sér „að eyða til viðlíka framhalds meiru af því Tíðindunum ætl- aða rúmi í þetta sinn“ (s. 51). Eftir þetta tæpir hann aðeins á hinum helstu „merkispóstum“; frá stofnun lýðveldisins (sept. 1792) er þannig greint í aðeins fáeinum línum. Að öðru leyti setur það mark á framsetning- una að innlendir viðburðir eru raktir til ársloka 1794 áður en frásögn hefst af „Frankaríkis út- vortis tilstandi..." (s. 772). Eins og ég kem að síðar, er þessi efnisbygging síður en svo M. St. segirfráþví aðLúðvík 16. hafi verið „afhöfðaður" 21. janúar 1793 „með nýja drápsverkfærinu, Guillotine kölluðu...". Neðanmáls útskýrir hann: „Það eru uppreistir háir tréstólpar með höggstokki á milli að neðan, en ofan að fellur á milli þeirra í grópi 6 fjórðunga blýstykki, frá 6 álna hæð, og neðan í það er fest stór, hárbeitt öxi, sem í mesta skyndi tekur af höfuðið". til þess fallin að skýra samhengi atburða í framrás byltingar- innar. HEIMILDIR OG HUGMYNDAFRÆÐI Áður en lengra er haldið er vert að athuga hvert M. St. hefur sótt efni og hugmyndir í byltingar- ágrip sitt. Að þessu víkur hann sjálfur í 1. deild Tíðindanna svo- felldum orðum: .. .við þau [Tíðindin] og frönsku stjómarbyltingam- ar hafði ég enga þá bók til leiðarvísis, er innihéldi nokkuð samhangandi og fullvíst hérum, ef ég undan- tek það, sem Schultz hefir eftir þeim franska Rabaud de St. Etienne tekið um bylt- inganna fyrstu 2 ár í Franka- ríki, frá 1789-1791; en hann tekur of seint til og hættir of snemma. Af margra ára ýmislegum fréttablöðum, dagbókum, mánaðaritgjörð- um ... hefi ég með löngum lestri og nógri mæðu út- dregið margt og síðan þar af gjört effir tímunum eins samhangandi frásögu, og lesarinn hér nú fýrir sér hefir, ætíð með nákvæm- ustu aðgæslu rithöfundanna trúverðugleika og samburði við aðra .. ,8 í formála að útgáfú 1. bindis Tíðindanna 1798 tiltekur svo M. St. að mánaðarritið Minerva hafi „á síðustu tímunum létt mér [sér] stórum þetta erf- iði...“9 Með tíðindum, sem Magnús Stephensen hóf að segja af erlendum vettvangi, hringdi hann inn nútímann á Islandi. 13
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.