Ný saga - 01.01.1989, Síða 67

Ný saga - 01.01.1989, Síða 67
Matthew James Driscoll SKIKKJA SKÍRLÍFISIN S Breytingar í gengd sögu að er ekki fjarri lagi að segja að rímur hafi verið mikilvægasta bókmennta- greinin og örugglega vinsælasta skemmtunin hérlendis allt frá þrettándu öld og fram til loka þeirrar nítjándu. Þótt rímurnar hafi verið nýbreytni sem bók- menntategund, þ.e.a.s. formið sjálft séríslenskt og ekki skylt sögukvæðum þeim sem tíðkuð- ust annars staðar í Evrópu, þá voru rímnaskáldin ekki eins frumleg hvað efni varðaði: nær allir rímnaflokkar sem varð- veittir eru byggja á sögum sem þegar voru til í óbundnu máli. Af þeim 78 rímnaflokkum sem hafa varðveist frá tímabil- inu fyrir 1600 eru Iangflestir ortir upp úr riddarasögum, er- lendum og frumsömdum, en fornaldarsögurnar voru einnig vinsælar.1 Fáir rímnaflokkar byggja á íslendinga- eða kon- ungasögum, e.t.v. vegna þess að þær þóttu ekki nógu spenn- andi. Sumar fyrirmyndirnar voru oít komnar um býsna lang- an veg og höfðu tekið ýmsurn breytingum á leiðinni. Það get- ur verið athyglisvert að fylgja einni sögu eftir, og sérstaklega með tilliti til þess hvernig Evrópskt hefðarfólk að snæöingi. Skyldi það hafa heyrt sögu fyrst? söguþráðurinn gat haldist nær óbreyttur á meðan merkingin breyttist algerlega. Skikkjurím- ur eru gott dæmi um svona þróun.2 Skikkjurímur hafa að einu lejti sérstöðu meðal íslenskra rímnaflokka: þær eru einu varð- veittu rímurnar sem fjalla um Artús kóng á Englandi og kappa hans. Búast mætti við öðru þeg- ar haft er í huga bæði hversu vinsælt yrkisefni Artús og kapp- ar hans (hin svokallaða matiére de Bretagne, eða „breska efnið“), voru allsstaðar í Evrópu á miðöldum og einnig það að helstu sögurnar af Artús og köppum honum tengdum höfðu verið þýddar á norrænu. Hér er fyrst og fremst um að ræða þrjú af söguljóðum franska skáldsins Chrétien du Troyes.3 Tristrarns saga, sem tengist Artús óbeint, var einnig þýdd á norrænu, líklega fyrst erlendra riddarasagna.1 Einnig eru til þýðingar á stuttum sögu- ljóðum sem nefnast lais á frönsku, eins og er að finna í Strengleikum. Þótt aðeins tvö þeirra tengist Artús, flokkast þau undir maitére de Bretagne. Allt bendir til þess að þessar sögur hafi allar verið þýddar í Noregi en þær hafa fljótlega orðið vinsælar hér á landi. Fyrir utan Strengleika eru þær ein- ungis varðveittar í íslenskum handritum. Seinna meir tóku ís- lendingar sjálflr að skrifa ridd- arasögur og þáðu margar þeirra nöfn og atburði úr frönsku sögunum, og eru margar þeirra látnar gerast „á dögum Artús kongs hins fræga, er réð yfir Englandi."5 65
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.