Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1994, Síða 214
212
Ritdómur
Eins og þegar hefur komið fram er meginefni bókarinnar yfirlit um þróun íslensks
stíls. Þessi hluti er geysi-efnismikill, og þar er að finna mikinn fróðleik um þróun
íslensks ritmáls. (E.t.v. saknar hér einhver umfjöllunar um þróun ljóðastíls, en miðað
við umfang frásagnarinnar af ritmálinu hefði önnur eins umfjöllun um ljóðmálið al-
gerlega sprengt ramma bókarinnar.) Síðari hlutinn hefur að geyma alls 32 kafla sem
rekja þróun íslensks ritmáls frá elstu textum fram til nútímans með miklum fjölda
dæma til útskýringar. Kaflar þessir bera yfirskriftir eins og: „Elstu heilagra manna sög-
ur“, „Heimskringla Snorra Sturlusonar", „Riddarasögur", „Þýðingar úr þjóðtungum í
lok miðalda", „Nýja testamenti Odds GottskáIkssonar“, „Húspostilla Jóns Vídalíns",
„Ferða- og ævisögur á 18. öld“, „íslenskur þjóðsagnastfll", „Rit- og ræðustfll Jóns
Sigurðssonar", „Menntamannastfll á 20. öld“, „‘Ungmennastífl’ í byrjun 20. aldar“,
„Dagblaðastfll á 20. öld“, „Þórbergur Þórðarson“, og „Skáldsagnastfll á 20. öld —
Halldór Laxness“. Þessi upptalning, þar sem valið er af handa hófi en í réttri tímaröð úr
efnisyfirliti, ætti að veita hugmynd um efni og aðferð. En þessi bókarhluti hefst reynd-
ar á kafla sem ber yfirskriftina „Yfirlit um íslenskan stfl fram um 1540“. Og þama er
líka að finna kafla eins og „Yfirlit um íslenskan stíl frá 1540 til 1830“ og „Yfirlit um
íslenskan stfl frá 1830 til 1900“.
Rammi verksins er sem sé strang-sögulegur, ekki bara í þeim skilningi að fjallað
er sögulega um efnið, heldur er líka fjallað um það í réttri tímaröð (krónólógískt).
Niðurstaðan verður sú að bókarhlutinn verður aflestrar eins og saga, þar sem upphafs-
sögusviðið er íslenskar fombókmenntir, en síðan taka við ýmsir atburðir sem koma
hreyfingu af stað, og svo rekur hver viðburðurinn annan, þar til komið er fram til
nútímans. Og það sem meira er, sagan er ágætlega spennandi og lesandinn vill ógjama
missa söguþráðinn um örlög hins íslenska ritmáls fyrr en komið er á þekktar slóðir
nútímans. Þessi hluti hefði með réttu getað borið heitið „Saga óbundins íslensks rit-
máls“. í þessari sögu er mikið fjallað um samverkan innlends arfs og erlendra áhrifa
allt frá fyrstu tíð fram til nútímans. Fjallað er um erlend áhrif á stfl ýmissa texta og
sagt frá endurreisn íslensks ritmáls á 19. öld. Greint er frá því hvemig íslensku nútíma
ritmáli óx smám saman fiskur um hrygg, svo sem með Hómersþýðingum Sveinbjam-
ar Egilssonar, stjómmálaskrifum Jóns Sigurðssonarog Baldvins Einarssonar, áhrifum
Fjölnismannao.s.frv. Að sjálfsögðu kemur þessi söguskoðun ekki á óvart, og lesandinn
hefur gmn um hvernig sagan muni enda. En það er samt fjarri því að ekkert sé nýtt að
læra af þessari bók. Þvert á móti. Frásögnin er vönduð og læsileg, rökstuðningur góður,
og eftir lesturinn er sá sem les miklu fróðari og hefur skýrari heildarmynd en hann hafði
áður, sérstaklega ef hann var ekki sérlega vel að sér fyrir í íslenskri bókmenntasögu,
eins og undirritaður.
Hér skal ekki hirt um að eltast við prentvillur eða aðrar nákvæmnisvillur sem leynast
kunna í þessu langa riti. Prentvillur virðast fáar, þótt einhverjar hafi rekið á fjörur við
lesturinn. Ytri búningur er hinn snyrtilegasti, og margar myndir prýða textann. Hins
vegar virðist ekki hafa verið lögð mikil vinna í að ritstýra verkinu frá útgefandans hendi.
Ég tel að markvissari notkun á kaflafyrirsögnum og millifyrirsögnum hefði verið til
skýrleiksauka. Eins virðist svo sem leggja hefði mátt meiri vinnu í heimildaskrár og
atriðisorðaskrár (sbr. athugasemdir hér að framan). Ritaskrá er skipt í „útgáfur" og