Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 16
14
GÖSTA HOLM
varla verður sagt, að komi fyrir í heimiidum, ‘stöður, hesja’. En ég
tel, að hugmynd Hellbergs sé, í einu atriði a. m. k., mjög athyglis-
verð.
Fyrst vil ég leggja áherzlu á atriði, sem ég tel mikilvægt, þ. e. að
líta verður á það sem raunverulega öruggt, a. m. k. að því er ég fæ
bezt séð, að slað(i)r hefur ekki aðeins verið notað í nafngiftum
tengdum bústöðum, heldur einnig jarðeignum (graslendum?). Eins
og ég drap á áðan, hefur Lars Hellberg lagt fram skýrar sannanir
fyrir þessu, að því er snertir Gotland, John Kousgárd S^rensen um
Danmörku, og Karl Inge Sandred um England. Þýzkar rannsóknir
virðast og benda í sömu átt.
Langsamlega algengasta merking hins karlkennda í-stofns, *staði-,
var í fyrndinni hin almenna og óákveðna ‘staður eða stæði fyrir e-ð’,
sú sama og kemur fram t. d. í fornno. mylnustaðr ‘staður fyrir
myllu’, sbr. t. d. lokstad ‘staður fyrir klafa (á hesti)’. Því hefur ver-
ið haldið fram, eins og áður var nefnt, að það sé einmitt þessi merk-
ing hins mjög svo þýðingarmikla *staði-, nefnilega ‘staður fyrir e-ð’;
sem komi beint inn í stað-nöfnin sem síðari hluti og nafnliður. En
það verður að teljast miður sennilegt. Ég þekki engar hliðstæður.
Norrænir bændur skírðu ekki svo þokukenndum nöfnum. Nafnliðir
hafa flestir lýsandi, hlutræna merkingu — engi, fjall, mýri, brú, bcer,
nýrœkt, rjóður, alcur — ekki lillausa og fljótandi eins og ‘staður’,
t. d. Klettaslaður ‘bergstállet’ (‘staðurinn við klettinn’), Gunnars-
staður o. s. frv.; og enn síður — ef um slíkt er að ræða — hafi
merkingin verið ennþá litlausari, svo sem ‘landsvæði almennt’.
Svo kem ég að minni skýringu. í hinum gömlu austurnorrænu
landbúnaðarsveitum, svo sem Málardal, eru til mjög gömul nöfn sem
enda á *-staðÍR — frá eldri frumnorrænum tíma, þ. e. frá því um
Krisls burð og öldunum þar á eftir. A þessu skeiði tel ég, að mynd-
azt hafi nöfn eins og þessi:
*Gunþiharjas-hiisö(n)staðÍR ‘hússtaður Gunnars’ — Gunnersla
*GuðajriþiöR-haujaslaðÍR ‘heystaður Guðríðar’ — Gádersla
*Anulaibas-haimastaðÍR ‘heimastaður, heimili Olafs’ — Olsla
*Granja-hasjö(n)slaðÍR ‘hesjustæðið við greniskóginn’ — Gránsta.