Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 17
NOFNIN, SEM EKDA A -STAÐIR
15
Ekkert er því til íyrirstöðu, að frumnorræna brottfallið (‘syn-
kope’) hafi numið svo úr þessum orðum, að þau fengju nútíðar-
mynd sína, Gunnersla, Gádersta o. s. frv. Og a. m. k. ef við gerum
ráð fyrir samvirkum áhrifum hrottfallsins og úrfalls (‘reduktion’),
þá getum við einnig reiknað með öðrum samsettum samnöfnum en
þeim, sem ég henti á, sem síðari liðum.
Eg kem nú aftur að orðinu ‘reduktion’. Jöran Sahlgren notaði
þetta orð í doktorsritgerð sinni (um náttúrunöfn Skagershults-sókn-
ar) um hugtak, sem er sérstök tegund liðfalls (‘ellips’). Við ‘reduk-
tion’ styttast samsett og afleidd nöfn, þannig að niður fellur hluti
orðs í innstöðu. Ég nefndi það áðan ‘úrfall’. Sahlgren nefnir dæmi
eins og Kuggehro, sem myndazt liefur við úrfall af Kuggendsbro
(Kugganœs er fyrst skráð 1316). Á sama hátt telur Sahlgren har-
cusio 1316 myndað fyrir úrfall af Harkuryþssio, sem ekki finnst þó
skráð. En við vatn, sem þar er, stendur bærinn Harkeryd (harcuryl)
1310). Gelur vel verið, að nafnið Harkuryþssio hafi aldrei
verið til eða a. m. k. ekki almennt notað, og má þá tala um
‘ideell reduktion’; shr. sæ. tckopp ‘tebolli’, *tekoppsfat ‘teholla-
undirskál’ og tefat ‘teundirskál’.
Ég tel, að hrottfall og úrfall (‘verklig’ eða ‘ideell reduktion’) í
sameiningu hafi valdið þeirri þróun, sem ég nú sýni:
*AtilanböwastaðÍR ‘bústaður Atla’ > fsæ. Atleslede, nýsæ. Aselslad
*StrúpanvaðastaðÍR ‘vaðstæðið við Strupen’ — Ströpsta
*Aura(s)vaðastaðÍR ‘vaðstæðið við Oren’ — Örsta
*Hamara(s)kaldiönstaðÍR ‘lindarstaðurinn við Hamarinn’ — Ham-
mersta
*BraiðœnbrunanslaðÍR ‘*Breiðubrunastaðir, hið breiða brennda
skóglendi’ — Bredesta.
Gösta Franzen hefur í ritgerð sinni um íslenzku stad-nöfnin nefnt
skemmtilegt dæmi frá íslandi. Eg tel ekki, að það sé óyggjandi dæmi
um úrfall, en það sýnir áþreifanlega, hvernig úrfall hefði getað
gerzt. Hann segir: ‘Sagan [Laxdæla] ræðir um . . . að þegar llysk-
uldr Kollsson neyddist til að senda brott hina írsku frillu sína, Mel-
korku, þá fékk liann henni búslað í Laxárdal, sem síðan kallaðist