Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 117

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 117
RITFREGNIR 115 Einkennilcg er sú venja höí. að færa að jafnaði npp þýzka beygingardæmið við hlið hins íslenzka (t. d. Pferd, Pferd, Pferd, Pferdes o. s. frv. við hliðina á hest-ur, hest, hest-i, hest-s o. s. frv.). Verður ekki séð, að þýzkum lesendum bókarinnar sé mikil þörf eða gagn að þessu. Höf. telur aðeins tvær myndir sagna í íslenzku, germynd og þolmynd (bls. 145). Þar við bætist svo það, sem hann kallar „mediale Verben" (hls. 184). Það er að vísu rétt, sem höf. færir fram afstöðu sinni til stuðnings, að ýmsar mið- myndarsagnir geta myndað þolmynd sérstaklega, eins og germyndarsagnir, sbr. t. d. (germ.) koma : (þolm.) komiS var á gluggann, (miðm.) komast : (þolm.) ekki verður lengra komizt ; œtla : œtlað var ..., œtlast til : til þess var œtlazt; berja : var barið, berjast : var barizt. En sé það, sem almennt er kallað þol- niynd, talin sérstök sagnmynd, er erfitt að komast fram hjá þríliða andstæðum eins og þau kysstu : þau kysstust : þau voru kysst eða ég kynnti : ég kynntist : ég var kynntur, sem bendir til þriggja sagnmynda, germ., miðm. og þolm. Engu að síður kemur þó einnig til greina að telja aðeins tvær myndir í ís- lenzku, en þá ekki germynd og þolmynd, eins og höf. gerir, heldur germynd og miðmynd. Þá verður að líta á hina svokölluðu þolmynd aðeins sem fasta setn- ingafræðilega sagnorðaskipan, sem myndist í vissum tilvikum hvort, scm er, af germynd eða miðmynd. Má raunar styðja það allsterkum rökum, að ekki sé meiri ástæða til að telja ég barði og ég var barinn tvær myndir heldur en að telja ég skrija, ég er að skrija og ég jer að skrija þrjár ólíkar tíðir. I kafianum um þolmynd bendir höf. réttilega á, að eitt helzta hlutverk henn- ar sé að gera kleift að komast hjá að geta hins eiginlega, rökræna geranda; t. d. þar er tekið á móti gjöjum. „Man könnte das isl. Passiv treffend als Anonymum bezeichnen" (bls. 193). Síðan segir höf. (bls. 194), að í islenzku sé ekki formlegur munur á þolmynd og orðasamböndum, er lýsa ástandi og myndast af vcra -f- lýs. þát., Jiar sem í þýzku er greint á milli með sögnunum werclen og sein. Setningin húsið var byggt úr steini geti því merkt tvennt: verknaðinn, ‘Das Haus wurde aus Stein gehaut’, eða lýsingu á ástandi, ‘Das Ilaus ist aus Stein (gebaut)’. Þetta er vitaskuld rétt, enda þótt hægt sé að fá fram þennan mun með öðru orðalagi (húsið var úr steini; þetta var stcinhús). En þetta á einkum við um sagnir, er stýra þolf. Um sagnir, er stýra þgf., gildir nokkuð öðru máli. Að vísu getur hið sama orðið uppi á teningnum jiá. Setn- ingin hlerum var slcotið jyrir gluggann gelur t. d. táknað hvort, sem er, verkn- aðinn eða ástandið. En í öðrum tilvikum kenuir frain munur, t. d. dyrunum var lokað (verknaður), en dyrnar voru lokaðar (ástand); úrinu var stolið : úrið (sem hann vildi selja mér) var stolið; mér var boðið : ég var boðinn. Munur- inn kemur og greinilega fram, ef setningar andstæðrar merkingar eru athugað- ar, t. d. dyrunum var ckki lokað, en dyrnar voru ólolcaðar (opnar). Síðar (bls. 197) getur höf. svo um sams konar greinarmun á verknaði og ástandi, þar sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Íslenzk tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.