Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 67

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 67
hjarta drepr stall 65 EFNISÁGRIP I Framan skráð ritgerð fjallar um orðtakið lijarta drepr stall, afbrigði þess og ýmis önnur íslenzk orðtök og orðasambönd sömu eða svipaðrar merkingar (‘missa kjarkinn, láta hugfallast’). Þeim er það sameiginlegt, að þau varða hjartað og hugrekkið (eða skort á hugrekki). Einnig hefir til ritgerðarinnar verið viðað efni úr öðrum málum, svo sem sænsku, dönsku, þýzku og ensku, til samanburðar. Elzta örugga dæmið um hjarta drepr stall er úr Þórfinnsdrápu Arnórs Þórð- arsonar jarlaskálds, sem talin er ort 1065. Að vísu hafa flestir fræðimenn ætl- að, að orðtakið komi fyrr fyrir í Þórsdrápu Eilífs Guðrúnarsonar frá því um 1000. Sá galli er þó á, að vísan, sem menn hyggja, að orðtakið komi fyrir í, er svo torskýrð og að líkindum brengluð, að ógerlegt virðist að fullyrða um tilvist þess þar. Iíjarta drepr stall kemur sömuleiðis fyrir í Ileimskringlu og Flateyjarbók. Auk þess eru nokkur dæmi þess í eldri rímum. Þá eru til nokkur afbrigði orðtaksins: Lýsingarorðið stalldrœpr er notað í tveimur fornkvæðum: Hrynhendu Arnórs jarlaskálds og Iláttalykli Rögnvalds kala og Halls Þórar- inssonar. Opersónulega orðasambandið stall drepr ór hjarta kemur tvívegis fyr- ir: í Sögu Ólafs konúngs hins helga og Möðruvallabókartexta Fóstbræðrasögu. Hjarta er e-m drepit í stall er notað í Ilákonarkviðu Sturlu Þórðarsonar. í eldri rímum eru auk þess þessi afbrigði: stallr kemr í hjarta e-m, hjarta e-s gjörir stall, e-r drepr stall at gera e-t. í bókurn, sömdum eftir siðaskipti, kemur orðtakið aðeins fyrir hjá höfundum, sem ætla má, að þekki það úr fornmáli (Arbækur Espólíns, Iliónskviða, Blöndalsbók, þar sem orðtakið virðist tekið úr orðabók Guðbrands Vigfússonar). Á það má þó benda, að útgefandi Bósa- rímna getur þess, að ýinsir Islendingar hafi sagt sér, að í nútímamáli sé orð- takið einhverjnm drepr stall, og í Skírni 1878 og 1887 notar Eiríkur Jónsson afbrigðið stál er drepið úr e-m, sem annars er ókunnugt. II í ritgerðinni eru raktar helztu skýringar orðtaksins, sem fram hafa komið. Fyrsta tilraunin til skýringar á því var gerð í ritgerð um Þórsdrápu eftir Skúla Þórðarson Thorlacius, rektor við Metropolitanskólann í Kaupmannahöfn. Skýr- ingin er að vísu ekki fyllilega ljós, en aðalhugmyndin, sem styrkt er með til- vísun til danskra orðtaka, er sú, að menn liafi talið, að hjartað sigi niður í líkamanum við hræðslu. Thorlacius hugði, að stallr merkti í rauninni ‘bekk- nr’, en í þessu sambandi einna helzt ‘lendar’. Sveinbjörn Egilsson styðst greini- lega við ritgerð Skúla í Lexicon poeticum, en er miklu skýrari og hefir viðað að sér fleiri dæmum. llann telur, að stallr merki hér ‘eitthvað útþanið, sem ÍSLENZK TUNGA 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Íslenzk tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.