Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 34
32
GUNNAR KARLSSON
3.4. í handrili með hendi Jóns bónda Finnssonar í Flatey á
Breiðafirði er dæmi um ritháttinn kv- fyrir hv-. Er það í Rímum af
Mábil sterku, 23. vísu fjórðu rímu, sem Jón ritar svo:48
Hefur sig vpp yier kuylu friir
hatt i lopt á sliettan miir
lás var ei iirer turne triir
tok hanre meyna rec&iu vr.
Ekki er vafi á, að kvílu stendur fyrir hvílu. Stuðlun krefst h, og
ritað er hvílu í öðrum handritum rímunnar.49
Afrit Jóns mun gert um 1630. Mábilarrímur eru aftast í bókinni,
og innan á fremra spjald hennar hefur verið ritað: „Kvered heyrer
til Jone | Fin/is Syne. | 1633.“so Ekki hefur tekizt að afla nákvæmr-
ar vitneskju um aldur Jóns Finnssonar. Varla mun hann fæddur
löngu síðar en 1610, en vel kann hann að vera nokkru eldri. Áður-
nefnt handrit sýnir, að hann hefur haft fullmótaða rithönd um
1630. Jón Espólín segir, að Jón hafi kvænzt um 1646.51 Ennfremur
telur Espólín hann meðal heldri manna 1656.5 2 Loftur, sonur Jóns,
býr í Flatey 1703, 55 ára gamall,53 og ætti hann því að hafa fæðzt
um 1648. Einar Bjarnason telur Tómas, son Jóns, fæddan um 1640
—1650.5 4
Jón Finnsson var Flateyingur að uppruna. Faðir hans og afi, Jón
Björnsson, bjuggu þar báðir. Móðir Jóns var frá Kirkjubóli í Langa-
dal í ísafjarðarsýslu.55 Verði dæmið talið heimild um Æv-framburð
48 AM. 145, 8vo, 206. Björn Teitsson, stud. mag., hefur bent mér á þetta
dæmi.
4» Sjá t. d. JS. 45, 4to, bl. 62r.
50 Katalog II (Kpbenhavn 1894), 410. Síðan skráin var gerð, hefur bókin
verið bundin að nýju, en miði með áletruninni verið límdur á sama spjald.
B1Jón Espólín, íslands Árbœkur í sögu-formi VI (Kaupmannahöfn 1827),
118.
íslands Árbœkur VII (Kaupmannahöfn 1828), 3.
03 Manntal, 170.
54 Lögréttumannatal, 513.
55 Bogi Benediktssson, Sýslumannaœjir. Með skýringum og viðaukum eptir