Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 105

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Page 105
ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR V 103 Dóni Vorið 1962 sagði Steindór Björnsson frá Gröf (f. 1885) mér frá því að á skólaárum hans upp úr aldamótunum hefði Páll Melsteð sagnfræðingur sagt sér þá sögu að skólapiltar í Skálholtsskóla hefðu notað Vergil-tilvitnunina „rusticus es, Corydon“1 2 sem skammar- yrði, og væru þaðan komin orðin rusti og dóni. Nú kemur þessi saga ekki heim við þær skýringar sem sézt hafa á prenti á orðinu dóni, og er rétt að geta þeirra stuttlega áður en lengra er haldið. í orðabók Guðbrands Vigfússonar og Cleasbys er orðið dóni tal- ið vera komið úr máli skólapilta í Skálholti og á Hólum, en þeir hefðu notað það í spotti um óskólagengna menn. En orðið sjálft taldi Guðbrandur tökuorð úr ensku, en þangað væri það komið af spænska orðinu don (‘herra’). Tilvist orðsins í ensku er í orðabók- inni studd með tilvitnun í enskt rit frá því um 1500. Sú tilvitnun er hinsvegar einskis virði, því að orðið done, sem þar er vísað til, er heygingarmynd af ensku sögninni do.- Fyrir enskum uppruna orðs- ins eru því engin rök. Onnur skýring orðsins dóni hefur verið kunnari, en um hana er ein elzt heimild í syrpu sr. Eggerts Sigfússonar í Vogsósum (1840— 1908), en hann segir að orðið dóni hafi verið dregið af heiti latn- esku málfræðinnar sem byrjendur lærðu í latínuskólunum gömlu, en hún var kennd við Aelius Donatus og kölluð Dónatinn. Af því hafi neðribekkingar í skóla, sem lærðu þessa málfræði, verið kall- aðir dónar af efribekkingum, og af því sé dregin merkingin ‘ómennt- aður maður’. „Þessa derivation á orðinu Dóni hefi eg frá Jóni (sál.) Þorkelssyni rektor.“3 Fyrir nokkrum árum skrifaði frú Hjaltlína M. Guðjónsdóttir á Núpi mér að sömu skýringu hefði maður hennar, sr. Sigtryggur 1 Vergilii Eclogae II 56; sjá hér á eftir, bls. 105. 2 Próf. Sherman M. Kuhn, ritstjóri miðensku orðabókarinnar í Ann Arbor, hefur góðfúslega staðfest þetta í hréfi til mín og bætir því við að spænska orðið don sé óþekkt í miðensku. 3 „Úr syrpum séra Eggerts Sigfússonar," Blanda III (1924—27), 201.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Íslenzk tunga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.