Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 82
80
SVEINN BERGSVEINSSON
þar um, og fylgi ég áherzlureglum hans.0 Dæmi: oblindr firi lof
sindra; -blindr og sindr- hafa fullan þunga, lof hálfan skv. reglum
Craigies; o- getur því ekki fengiff nema hálfan þunga, ef rétt er ort,
svo aff þrír þungar komi fram í vísuorðinu. í öllum dróttkvæðu
dæmunum getur o- í mesta lagi fengið hálfa áherzlu. Stúfhendu Har-
alds harðráða læt ég liggja milli hluta. Athyglisverðast er elzta dæm-
ið, vísuorð Egils frá 10. öld; seið hefur fullan þunga, sömuleiðis
-fagr- og -vigr- með stofnlægu r-i; það þýðir, að o- lendir í lægð, er
áherzlulaust.
ó-forskeyti lýsingarorða í dróttkvæðum hætti hafa annaðhvort
verið áherzlulaus eða aðeins haft hálfa áherzlu fram eftir öldum,
jafnvel þau, sem eftir nútímaáherzlu er skipað í A-flokk. Þannig
kveður Hallur Ogmundsson kringum 1600 í Gimsteini (684):10
mjög ókátir vera án gráti: *'' - |' - ' v |
Af þessu má draga þá ályktun, að áherzla B-flokks (—') sé eldri
og upprunalegri. Það sýnir um leið, hvað gömul áherzlulögmál geta
verið Iífseig í málinu, enda þótt það birtist nú aðeins í síðasta lið
setningar eða málrunu. Það er því engin ástæða til að reyna að
breyta hér um vitandi vits. Þetta er eitt af einkennum íslenzks máls.
Germanistischcs Institut,
Humboldt-Universitát,
Berlin.
0 W. A. Craigie, „On some Points in Skaldic Metre,“ Arkiv jör nordisk jilo-
logi XVI (1900), 341—384.
10 Sjá Björn K. Þórólfsson, „Kvantitetsomvæltningen i islandsk,“ Arkiv jör
nordisk jiloglogi XLV (1929), 35—81.