Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 120
118
RITFREGNIR
student a rapid, but thorough, introduction to thc most important formal fea-
tures of the language". Og hann virðist gera sér glögga grein fyrir aðaldrátt-
um, þeim undirstöðuatriðum, sem byrjandi þarf að tileinka sér. Annað er ekki
hoðið upp á. Höf. virðist einnig vera slyngur að framreiða efnið á þann hátt,
að engum ætti að verða bumbult af.
Námsefninu er skipt í 15 hóflega stóra skammta eða lexíur (lessons). I hverri
lexíu er lestrarkafli, málfræðigreinar, æfingakaflar og orðaskrá. Aftast í hók-
inni er svo heildarorðasafn með þýðingum og málfræðilegt efnisyfirlit.
Málið á lesköflunum er ósvikið. Þeir eru allir úr íslenzkum fornritum, ís-
lendingasögum, Heimskringlu og Snorra-Eddu. Fyrstu kaflarnir eru örstuttir
og einfaldir og þýddir í heild á ensku. En svo smáþyngist róðurinn, og frá og
með 5. lexíu er látið nægja að þýða einstök orð milli lína. Allar þýðingar eru
gerðar af mikilli nákvæmni.
Á eftir lestrarköflunum eru tekin fyrir ýmis málfræðiatriði i stuttum grein-
um og í þeirri röð, sem hæfa þykir við námið. Þetta er aðallega beyginga-
fræði, en hljóðfræði og framburður látinn eiga sig. Ilöf. gerir ráð fyrir því í
formála, að flestir þeirra, sem bókina nota, muni hafa kennara, sem geti leið-
beint um framburð, og hafi kennarinn þá óbundnar hendur tim það, hvort
hann kennir endurgerðan framhurð eða nútímaframhurð. Yfirleitt er ekkert
farið út í málsögu, nema þar sem heita má óhjákvæmilegt til skýringar að
minnast á slíkt; annars er fjallað um heygingar og orðmyndir, eins og þær
ldasa við í lestrarköflunum.
Það er dálítið eftirtektarvert, hvernig liöf. hlutar beygingafræðina sundur.
Ég hefi þá einkum í huga beygingu nafnorða og lýsingarorða. í kennslubókum
eru venjulega tekin dæmi um heildarbeygingu eins og eins orðs og slík beyg-
ingardæmi þá flokktið eftir stofnum. Hér er ekkert minnzt á stofna, heldur
byrjað á því að kenna endingar nefnifalls og eignarfalls, fyrst í eintölu, siðar
í fleirt., fyrst í sterkri beyg'ingu, síðar í veikri, fyrst í karlkyni, síðar í hk. og
kvk. Þegar því er lokið, er komið aftur í 6. lexíu, og þá fyrst eru teknar fyrir
endingar þf. og þgf. á svipaðan hátt. Frá þessu er þó sú undantekning, að í 3.
lexíu er orðið skip beygt í öllum föllum eintölu sem dæmi um sterka beygingu
hvorugkenndra nafnorða. Oðrti hverju eru svo til upprifjunar endurtekin atriði,
sem áður voru komin, og þá stundum jafnframt dregnar santan beygingarend-
ingar í stærri heild, svo að nemandinn fari ekki heldur á mis við allt yfirlit.
Öll áherzla er lögð á að draga frarn það, sem breytist við heygingu, en það
eru einkum endingar, svo að þær eru oftast látnar tala sínti máli einar, en stofn-
um sleppt. Nú geta stofnar að vísti verið breytilegir líka (vgll-r, vell-i, vall-ar).
Slíkur breytileiki er lögmálsbundinn, og má því gera grein fyrir honum, þótt
ekki sé gripið til sögulegra skýringa að neinti ráði. Á einttm stað er t. d. skýrt,
hvernig a og p skiptast á í veikum kvenkynsorðum (saga — spgu), á öðrum