Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 98

Íslenzk tunga - 01.01.1965, Blaðsíða 98
96 ÚR FÓRUM ORÐABÓKARINNAR V svo að orði, að talað sé um, að kjöllur sé í e-m, þegar honum sé svo kalt, að hann haldi ekki tönnum. Og annar, upprunninn í Súganda- firði, til færir þessa setningu: Reyndu að súpa þetta og fá úr þér kjöllinn. Þá er og dæmi um þessa merkingu úr Bolungarvík. Þær heimildir um no. kjöllur, sem hér hafa verið raktar, eru allar af Vestfjarðakjálkanum. En ein heimild er þó af Snæfellsnesi sunnan- verðu um orðið og í merkingunni ‘kuldahrollur’, og heimildarmað- ur úr Borgarfirði vestra kannast við kjöllur í merkingunni ‘geigur, ótti’; það er kjöllur í e-m, þ. e. ‘hann er smeykur’. Hann man að vísu ekki, hvar hann hefur lært orðið, en vel má hann hafa numið það á sínum heimaslóðum, með því að eldri heimildir hóklegar henda til þess, að orðið hafi fyrr meir verið kunnugt víða um Vest- urland og allt suður í Borgarfjörð, og skal nú að því vikið. Elzta heimild okkar um kjöllur eru Flóresrímur Bjarna Borgfirð- ingaskálds: „Kom í margan kjöllur sár / að köppum mundi aukast fár.“ En orðið kemur einnig fyrir í Sveinsrímum Kolbeins Gríms- sonar og í ritum Jóns Indíafara, Eggerts Ólafssonar og Jóns Thór- oddsens. En allir þessir höfundar eru Vestlendingar, og benda því bæði bóklegar heimildir og munnlegar til þess, að orðið hafi verið bundið við Vesturland, alllengi að minnsta kosti. Þessir höfundar virðast og allir nota orðið í merkingunni ‘skelkur, ótti’. Það getur þó naumast verið upphaflegt tákngildi orðsins; merkingarsvið þess og sennileg merkingarþróun mæla gegn því. Orðið hefur efalítið í öndverðu merkt ‘kuldi’, síðan ‘kuldahrollur’, þá ‘skjálfti, sem stafar af ótta’ og loks ‘ótti’. Líklegt þykir mér, að no. kjaldur ‘ótti’ eigi skylt við kjöllur. En um kjaldur höfum við dæmi úr orðasafni í handriti frá síðari hluta 19. aldar (ÍB 610 8vo). Orðasafn þetta er talið eftir Jón Sigurðsson frá Steinum undir Eyjafjöllum, en þar segir, að kjaldur merki ‘ótti, reiði’ og koma lcjaldri að e-rn ‘vekja e-n til óltafullrar reiði’. Dæmi þau, sem við höfum fengið um orðið úr mæltu máli, benda helzt til þess, að Jón hafi haft það af heimaslóðum sínum. Heimildarmaður undan Eyjafjöllum tilfærir þessa setningu: hann œtlar aldeilis að koma í hann kjaldrinum, þ. e. ‘gera hann hræddan’. Einnig höfum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Íslenzk tunga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslenzk tunga
https://timarit.is/publication/852

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.