Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Page 50
ekki fylgt hinni hröðu framþróun i stjórnmálaskoð-
unum fjöldans«. — Ennfremur ritar hann þá í eitt
málgagn sitt:
»Valdið er verkfæri, sem einn flokkur þrifur í sín-
ar hendur. Annaðhvort er verkfæri þessu beitt til
hagsmuna verkalýðnum eða gegn honum. Hér er um
tvo kosti að velja«. Samkvæmt slíkum fortölum lét
hann ryöja þingsalinn og lauk þar með hinni þing-
bundnu stjórn í Rússlandi, en Bolsevíkar settust við
stýrið.
Trotzky var aðalmaðurinn af Rússa hálfu við frið-
arsamningana í Brezt-Litowsk. Fyrst vóru sendir
þangað fjórir fulltrúar: Bóndi, verkmaður, sjóliðs-
maður og hermaður. Síðan kom Trotzky þangað
sjálfur og tók til að semja. Hann lézt fyrirlíta alla
»landvinninga« og var hinn auðsveipasti í samning-
um. En hann dró þó samningana á langinn og not-
aði límann til þess aö láta kennlngar sínar útbreið-
ast meðal þýzka hersins. Fulltrúar Pjóðverja hugðust
hafa alt ráð hans í hendi sér, en þeir hafa kannast
við það síðar, að þá er þeir þóttust vera að sigra
Trotzky, þá var hann að sigra þá. Kenningar hans
um samtök og samvinnu öreigalýðsins í öllum lönd-
um fóru sem eldur í sinu meðal hinna snauðu og
þrautþjökuðu hermanna. Þýzki hershöfðinginn Hoff-
mann hefir sagt í samtali við blaðamann frá y>Chicago
Dailg News«:
»Pegar er vér hugðumst hafa komið Bolsevíkum á
kné fundum vér, að þeir höfðu unnið sigur á oss.
Herlið vort á austurvígstöðvunum var orðið gegn-
sýrt af kenningum þeirra. Fór svo, að vér þorðum
eigi að flytja lið vort af austurvigstöðvunum á hinar
vestri, þótt nauðsyn væri brýn. Herinn var orðinn
eins og hraðprentunarvél, sem útbreiddi skoðanir
Bolsevika. Pað var þessi undiralda, sem braut niður
mótstöðuafl Pýzkalands og leiddi til ósigursins og
byltingarinnar«.
(12)