Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Síða 52
færni til þess að forðast þær ófærur, er Trotzky
liafði stýrt í með ofsa sínum og ákafa.
Trotzky er áhrifamikill lýðskrumari í ræðustól.
Hann hreytir út orðunum af svo miklu hatri, aö
flrnum sætir. Og ef hann mætir mótspyrnu hættir
honum til þess að umhverfast með öllu og verja sig
með fúkyrðum einum.
Almælt er, að hann sé ekki mjög lieiðvirður í einka-
málum sínum eða viðskiftum. Pó er ekki vist, hvert
mark er takandi á slíkum orðrómi, en hann er þó
vitni þess, að alþýða í Rússlandi gerir mikinn mun
á drenglyndi þeirra Lenins og Trotzkys.
Trotzky er ávalt vel til fara og hreinn undir nögl-
um og sagður langsamlega snyrtilegastur ailra for-
vigismanna Bolsevika. Hann er liégómlegur og gengst
upp við smjaður. Verður því erlendum blaðamönn-
um hægra að kornast í kynni við hann en Lenin og
þykir honum mikils vert um aðdáun þeirra. Trotzky
er ágætur í þýzku, eins og Lenin, talar frakknesku
prýðilega og skilur nokkuð í ensku. Hann heflr sam-
ið bók um fyrstu stjórnarbyltingar Rússa. Gaf hann
bókina út i Pýzkalandi og þykir hún merkilegt rit.
Pegar houum leikur í lyndi getur hann verið eink-
ar viöfeldinn. Með þeim hætti liefir honum stundum
tekist að kynna sig vel fyrir útlendingum við fyrstu
fundi, svo að Bandaríkjamaður lýsti honum einu
sinni i stundar aðdáun sem »mesta Gyðingi síðan á
Krists dögum!«
En þau áhrif verða eigi langgæð. í hinum grimmi-
legu svörtu augum leynist fjandsamleg tortryggni og
vantraust. Pessi sífeldi umsátursgrunur hans heflr
æst hann til þeirra hræðilegu og miskunnarlausu
grimdarverka, sem hann heflr gerst sekur um. Pví
er sennilegt, að Trotzky hafi hugsað sig vel um áður
en hann gekk í flokk Bolsevíka, en nú veit hann, að
»teningunum er kastað« og hann getur ekki horflð
aftur. Honum er bæði ljósara og hugstæðara en
(14)