Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Side 74
og skömmum, ef á þurfti að halda, fengu þau skift á
ráðherrum og hersliöfðingjum, ef þau álitu þá óliæfa
til starfans. Loks studdu þau mjög að sameining
herstjórnar allra Bandamanna, sem brált leiddi til
hins mikla sigurs þeirra. Pá er Lord Northcliffe
studdi samstej^þustjórn Mr. Lloyd George's, var það
eingöngu til þess að koma endurbótum á, frá því er
verið hafði.
Fyrir ófriðinn studdi Lord Northcliffe Íhaldsílokk-
inn að jafnaði, þótt blöð hans væri óháð. í ófriðnum
hefir hann með öllu verið óháður stjórnmálaflokkun-
um. Hann gat því réttilega skrifað i Daily Mail:
»Peir sem á hverjum morgni skiþa sér undir merki
vort, vita að þetta blað er óháð, jafnvel í framkomu
sinni við lesendur sína; að það hykar ekki við að
láta í ljós skoðanir, sem þó geta verið afaróvinsælar;
að það skiftir sér lítið af þvi, þótt það sé einangrað
(boycotted) útilokað eða brent á báli; að það hefir
enga köllun aðra en heill fólksins; að það er ekki í
samneyti við nokkurn stjórnmálamann eða flokk, en
einasta mark þess og mið í þessum raunalega kafla
sögu vorrar hefir verið að vinna sigur í ófriðnnm«.
í júnímánuði 1917 fekk brezka stjórnin Lord North-
cliffe til þess að fara til Bandaríkja N. A. til þess að
efla samvinnu við Breta um ófriðarmál. Par vestra
er hann mjög vinsæll, jafnvel öllu fremur en heima
fyrir, því að í Ameríku á hann enga keppinauta.
Dvaldist hann vestan hafs um sex mánaða skeið.
Ferðaðist hann um Bandaríkin, þvert og endilangt,
og fekk öllu því áorkað, sem til var ætlast.
Skömmu eftir heimkomuna frá Ameríku bauð Mr.
Lloyd George Lord Northcliffe ráðherraembætti loft-
varna, sem eflaust hefði átt vel við hann, en hann
þvertók fyrir að taka það að sér, til þess að geta
haldið blöðum sínum óháðum gagnvart stjórninni.
Skömmu síðar lét hann þó tilleiðast að taka að sér
fyrir stjórnarinnar hönd að vinna að útbreiðslu
(36)