Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Side 84
sumir — mér liggur við að segja — gapalegir for-
menn, hafa pað fyrir aðalreglu i hvassviðri að
sigla sem mest að skipið getur framast polað, svo að
talsverður sjór er sigldur inn í skipið. Slíka sigling
álít eg bæði gapalega, hættulega og gagnslausa; auk
pess sem pað, ef talsverður sjór er sigldur inn í
skipið á hléborða í hliðarvindi, dregur skipið niður
i sjóinn, pá tefur pað talsvert gang skipsins. Áðal-
reglan, og eflaust sú réttasta, er að sigla aldrei sjó
inn i skipið til muna; en ekki tek ég til, pótt litið
eitt freyöi inn á milli keipa í hvassviðri.
Það er orðið nokkurn veginn reynt og sannað af
reynslunni, að liættumesta siglingin, pegar stórsjó
og ofsaveður ber að höndum, er undanhaldið, sök-
um pess, að pá vilja sjóarnir gleypa skipið. Tel eg
pá betra og réttara til að verja skipið áföllum, aö
sigla talsvert skáhalt með vindi, einkum ef stórsjóar
eru; pví að bæði er pað, að stjórnarinn á mjög óhægt
með að sjá brotsjóa, er skipið kann að peytast fram
í, og sér síður, hvað stórsjónum líður fyrir aftan
skipið; aftur á hinn bóginn, pegar siglt er nokkuð
flatt með vindi, sér stjórnarinn stöðugt út frá skip-
inu á vindborða, hvar og hvernig stórsjóarnir risa;
ríður pá mjög mikið á stjórnaranum, að liann hafi
stöðugt gát og vakandi auga á stórsjónum, sem
að skipinu stefnir, til að verja skipið áföllum. Áður
en brotsjórinn kemur svo nærri skipinu, á stjórnar-
inn að vera búinn að fullráða pað með sér, hvernig
hann ætlar að verjast pví og pví stórriði: hvort
hann ætlar að sigla fyrir stórsjóinn, sniðhálsa hann,
eða pá í priðja lagi að láta stórriðið ganga fyrir
framan skipið; og skal nú leitast við að skýra petta
nokkuru betur.
Alla pá brotsjóa, sem maður sér, að skipið getur
ekki siglt fyrir og er ekki viss um að geta siglt af
sér án pess að ofbjóða skipinu meö ofmikilli siglingu,
er að minni ætlan bezt að forðast með pví móti, að
(46)