Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Page 97
skipaðir í ráðgjafarnefnd samkv. 16. gr. sambands-
laga íslands og Danmerkur.
e. Helðnrsmerki.
Nóv. 30. vóru ráðherrar íslands, Jón Magnússon for-
sætisráðherra, Sigurður Jónsson atvinnumálaráð-
herra og Sigurður Eggerz fjármálaráðherra sæmd-
ir kommandörkrossi dannebrogsorðunnar, II. fl. —
S. d. var Jóhannes Jóhannesson bæjarfógeti, r. af
dbr. sæmdur heiðursmerki dannebrogsmanna og
alþingismennirnir Bjarni Jónsson frá Vogi, Einar
Arnórsson og Porsteinn M. Jónsson riddarakrossi
dannebrogsorðunnar.
d. Lagrastaðfestingar.
Jan. 5. Bráðabirgðarlög um viðauka við lög 1. febr.
1917, um heimild fyrir landsstjórnina til ýmissa
ráðstafana út af Norðurálfuófriönum.
Júní 5. Um hækkun á vörutolli.
— 14. Um viðauka við lög nr. 6, 8. febr. 1917, um
heimild handa landsstjórninni til ráðstafana til
tryggingar aðflutningum til landsins. — Um bráða-
birgðaútflutningsgjald.
Júlí 13. Urn eftirlaun handa Birni bankastj. Kristjáns-
syni.
— 30. Um viðauka við lög nr. 5, 1. febr. 1917, urn
heimild fyrir landsstjórnina til ýmissa ráðstafana
út af Norðurálfuófriðnum. — Um kaup landsstjórn-
arinnar á síld.
Ág. 2. Um viðauka við lög nr. 79, 14. nóv. 1917, um
samþyktir um lokunartíma sölubúða í kaupstöð-
um.
— 12. Um stimpilgjald.
Sept. 8. Um afhending á landi til kirkjugarðs í Stokks-
eyrarsókn. — Um almenna dýrtíðarhjálp.
— 24. Um breyting á lögum nr. 59, 22. nóv. 1907, um
fræðslu barna.
(59)