Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1920, Page 126
nú verið að ræða um friðarsamninga við hana, en
óséð enn, hvað úr því verður. Menn óttast mjög út-
breiðslu Bolsévíkakenninganna, bæði hér í álfu og í
Ameríku, enda gera pær víða meira og minna vart
við sig. Stórt ríki, Ukraine, heflr myndast í suðvest-
urhluta Rússlands, en eigi fengið viðurkenningu, og
er óvíst um framtíð þess.
Japansmenn hafa á ófriðarárunum náð fastri fót-
i'estu i Sjantung í Kína og halda henni, og forréttindi
hafa peir skapað sér par í landi á ýmsum sviðum.
Kvarta Kínverjar sárt undan ágengni þeirra, en geta
ekki rönd við reist. Einnig hafa nú Japansmann náð
mildum tökum á Austur-Síberíu og ekki ósennilegt
að vald peirra magnist par. A Kyrrahafinu öllu vilja
Japansmenn hafa yfirtökin, en par er Bandarikjun-
um að mæta, sem einnig eru ráðrík út á við á síð-
ari tímum, og er ekki sem friðvænlegast útlit nú
milli peirra stórvelda tveggja.
Rúm hefir verið afskamtað fyrir pessa grein og
pess vegna er farið svo fljótt yfir söguna.
P. G.
Nolikrar vísur
nm sól ogsnmar, jafudægriii, sólkerfið og[dyrahringinn.
Eftir Halldór Briem.
(Teknar úr þriöju útgáfu af ságripi af islenzkri málfræði«, með
leyii liöf.).
Seinkar sól, er nálgast náir
nyrðri hvarfbauginn,
viku fær pví fagurt sumar
fram yfir veturinn.
Fyrsta og priðja tuga tveggja
tel eg jafndægrin:
(88)