Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1940, Qupperneq 65
Á alþjóða-vítamínfundi hafa verið ákveðnar mæli-
einingar fyrir D-vítamín. Svonefnd biologisk ein-
ing er það magn af D-efni, sem þarf til þess að koma
i veg fyrir beinkröm í rottuyrðling, þó hann sé ann-
ars alinn á D-snauSu fóðri í tvær vikur. í lyfinu
Vigantol má heita, að sé gefið inn hreint D-vítamín.
Ófrískar konur þurfa meira D-efni en elia.
í líkama manna og dýra safnast D-vítaminið fyrir
í húðfitu, lifur, nýrum, nýrnahúfum og í heilanum.
Þessi innýfli eru því hollur matur. Hér áður fyrr
var búin til heilastappa í sláturtíðinni; það hefir
vist verið hollur matur.
Ef D-vítamín er tekið inn sem lyf, getur verið
varasamt að nota of stóra skamta, því þá losnar kalk
og fosfór úr beinunum, og flæðir um líkamann.
Vítamín-lyf á yfirieitt ekki að nota, nema eftir fyrir-
sögn læknis. í lækningaskyni er D-vítamín lika not-
að við barnakrampa, sem koma til af óeðlilegum
kalkskiftum í blóðinu. Líka við eksem hjá ungbörn-
um o. fl. krankleika.
Það er samvinna milli D-vítamina og aukaskjald-
kirtlanna. Fjörefnin hlaða kalki í beinin, en hormón-
ar kirtlanna leysa það þaðan á ný til blóðsins, sem
aldrei má kalklaust vera. Þessi tvö öfl þurfa að vega
salt, til þess að kalkskiptin séu heilbrigð. — Þarna
er aftur dæmi um samband fjörefna og hormóna.
B-vítamínflokkurinn. Það eru ýmsar skyldar teg-
Undir fjörefna, sem tilheyra B-flokknum. Þetta var
fyrsta vitamínið, sem fannst, og gerði það hollenzki
visindamaðurinn Eijkman árið 1897, með fóðurtil-
t'aunum á alifuglum. Helztu efnin í B-flokknum eru
®i, sem er lífsnauðsyn fyrir heilbrigt taugakerfi, og
B2, sem varnar því, að pellagra-sjúkdómur geri vart
við sig.
Bí-vítamín er líka nefnt tauga-vítaminið; þegar
það vantar, verða taugarnar undirlagðar (poly-
ueuritis), hjartað bilar og sjúlclingarnir fá vatns-
(61)