Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201132 ÓlÍKar áHerSlUr Í leiKSKÓlaStarfi Gert er ráð fyrir því að börn læri ekki nema með því að handfjatla hluti þó að rann- sóknir víðs vegar um heiminn hafi sýnt fram á að börn geta lært í umhverfi sem hefur lítinn sem engan búnað eða leikefni (Cannella og Kincheloe, 2002; Viruru, 2001). Uppeldi og kennsla barna í leikskóla á að vera í náinni samvinnu við foreldra. For- eldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning við uppeldi þeirra (Menntamálaráðuneytið, 1999). Velferð barna er leiðarljós laga um leikskóla og með það í huga eru leikskólastjórar skyldugir til að stuðla að samstarfi milli foreldra barna og starfsfólks leikskólans (Lög um leikskóla nr. 90/2008). Minnt er á ábyrgð foreldra á uppeldi og velferð barna sinna í lögunum og kveðið á um að samstarf leikskóla við foreldra eigi að byggjast á þeirri forsendu. Ný- legar rannsóknir benda til þess að íslenskir foreldrar geri fyrst og fremst þær kröfur til leikskólans að þar sé unnið með félagslega þætti, að börnunum líði vel, þau fái að njóta sín sem einstaklingar, læri að bjarga sér og umgangast annað fólk og bera virðingu fyrir því (Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2007; Jóhanna Einarsdóttir, 2010). Rannsóknir sýna einnig að foreldrar eru yfirleitt ánægðir með leikskóla barna sinna þegar börnum þeirra líður vel í leikskólanum. Foreldrar virðast þekkja misvel til þeirrar stefnu sem unnið er eftir í leikskólum, og finnst meira máli skipta hvernig stefnan birtist í framkvæmd starfsins (Ásgeir Björgvinsson, Hildur B. Svavarsdóttir og Hallgerður I. Gestsdóttir, 2009). Algengustu samskipti foreldra við leikskólakennara eru óformleg dagleg samskipti sem beinast að líðan barns og að daglegu starfi. Bein þátttaka foreldra í daglegu starfi virðist vera sjaldgæf í íslenskum leikskólum (Bryndís Garðarsdóttir og Jóhanna Einarsdóttir, 2007; Jóhanna Einarsdóttir og Bryndís Garðarsdóttir, 2009). Starfsaðferðir kenndar við Reggio Emilia Starfsaðferðir Reggio Emilia eru kenndar við leikskóla í bænum Reggio Emilia á Norður-Ítalíu. Þær hafa fengið talsverðan hljómgrunn á Íslandi og starfa margir leik- skólar eftir þeim hér á landi. Hugmyndafræðin byggist á þremur stoðum: í fyrsta lagi að rými sé í leikskólanum fyrir hvert barn á þess forsendum en í samskiptum við aðra; í öðru lagi að leikskólinn tilheyri því samfélagi sem hann er staðsettur í og að aðgengi að honum sé auðvelt fyrir föruneyti barna; í þriðja lagi að þar sé samfélag sem lærir og þróast (Bruner, 2003; Edwards, Gandini og Forman, 1993; Rinaldi, 2006). Gildin sem liggja að baki starfinu í leikskólum í Reggio Emilia felast í sterkum tengslum leikskólans við samfélagið. Leikskólinn á að vera staður sem endurspeglar gildi samfélagsins og er litið á leikskólann sem vettvang þar sem innihaldsríkt starf fer fram og börnin skapa menningu með hinum fullorðnu (P. Cavazzoni munnleg heimild, 26. maí 2008). Grundvallaratriði Reggio Emilia-starfsaðferðanna er sú sýn að barnið er í aðalhlutverki (e. the child is a protagonist) í leikskólastarfi. Gengið er út frá því að öll börn hafi marga eiginleika og áhuga á að byggja upp eigin þekkingu. Börn, kennarar og foreldrar eru taldir vera þrír lykilaðilar í námi barna (Gandini, 1993). Lögð er áhersla á að vinna með börnunum í litlum hópum (e. the child as a collabora- tor) sem styður þá hugmynd að börn læri og þroskist í tengslum við jafningja, full- orðna og umhverfi leikskólans (Gandini, 1993). Hlutverk leikskólakennara í leikskólum sem starfa samkvæmt Reggio Emilia-starfs- aðferðunum er að rannsaka (e. the teacher as a researcher) og vinna kennarar saman
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.