Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 105

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 105
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 105 meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir frumkvæði. Og rík áhersla er lögð á að matið sé leiðbeinandi og hvetjandi. Á hinn bóginn koma þar fram ólíkar áherslur eftir stigum, það sé í formi símats á yngsta stigi (1.–4. bekk), þar sem kennarar fylgist stöðugt með stöðu og framförum nemenda, á miðstigi (5.–7. bekk) sé það einnig í formi símats, en jafnframt sé stuðst við verklegt mat og sjálfsmat nemenda. Á unglingastigi (8.–10. bekk) er því loks gefinn möguleiki á að matið geti í auknum mæli tekið á sig formlegri mynd en þá er ekki einungis átt við skrifleg próf. Ekki má missa sjónar á að mat skal vera í samræmi við sett markmið á öllum sviðunum. Áfram skal leitast við að meta nemanda með tilliti til þátta sem eru mikil- vægir frekar en auðmælanlegir, þar á meðal áhuga, sjálfstæði, ábyrgð, sköpunargáfu og rökhugsun. Leitast skal við að meta hvort nemendur geta sett þekkingu sína fram í víðara samhengi frekar en sem stakar staðreyndir. Æskilegar matsleiðir eru enn þá símat og mat á verklegu námi en að auki er æskilegt að mat nái til þátta eins og mats á verkmöppu og stærri verkefnum. (Menntamálaráðuneytið, 2007, bls. 12) Samkvæmt þessu má ætla að þeir skólar og kennarar sem reyna að fylgja ákvæðum aðalnámskrár beiti fjölbreytilegum aðferðum og taki ekki einungis inn í myndina auðmælanlega þætti eins og hlutlæg þekkingaratriði, heldur einnig áhuga, virkni, framfarir, frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð, sköpunargáfu og rökhugsun. Margbreyti- leikinn í þessum efnum gæti því tekið á sig svipaða mynd og kom fram í rannsóknum McMillan o.fl. (2001, 2002), þ.e. eins konar samsull af ólíkum þáttum sem reynist erfitt að henda reiður á. rannsóknin Í þessari rannsókn var valið kerfisbundið tilviljunarúrtak úr þýði almennra grunnskóla á Íslandi í þeim tilgangi að leita svara við spurningunni um hvað mætti lesa úr skóla- námskrám grunnskóla um námsmat í náttúrufræði. Samkvæmt lista menntamála- ráðuneytisins var heildarfjöldi grunnskóla á landinu vorið 2007, þegar rannsóknin var gerð, 175 og úrtakið þriðjungur af því (N = 175 og n = 58). Skólunum var skipað í stafrófsröð og þriðji hver valinn. Gengið var úr skugga um að stærð úrtaksins nægði til að inn í það féllu allar helstu stærðir og gerðir skóla, þ.e. fámennir skólar í dreifbýli, stórir þéttbýlisskólar og skólar með ólíkt menningarlegt, félagslegt og landfræðilegt umhverfi. Af þeim 58 skólum sem rannsakaðir voru reyndust allir hafa yngsta stig, 57 höfðu miðstig og 51 var með unglingastig. Greining var gerð á námsmati í fjórum námsgreinum eins og fjallað var um þær í skólanámskrám sem giltu fyrir skólaárið 2006–2007: íslensku, myndmennt, náttúru- fræði og stærðfræði. Skráðar voru allar upplýsingar sem fundust um námsmat í þessum fjórum námsgreinum í 3., 6. og 9. bekk. Gögnin voru afrituð í gagnagrunn og þar voru allar upplýsingar greindar og flokkaðar samkvæmt viðmiðum rannsakenda. Við val á viðmiðum við greiningu gagnanna voru grundvallarspurningar um námsmat hafðar til hliðsjónar (Gronlund og Waugh, 2009; Rowntree, e.d.). Þessar spurningar varða til- gang, matsatriði (hvað metið), matsaðferðir (hvernig metið), eðli matsins og meðferð niðurstaðna.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.