Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 105
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 105
meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir
frumkvæði. Og rík áhersla er lögð á að matið sé leiðbeinandi og hvetjandi. Á hinn
bóginn koma þar fram ólíkar áherslur eftir stigum, það sé í formi símats á yngsta stigi
(1.–4. bekk), þar sem kennarar fylgist stöðugt með stöðu og framförum nemenda, á
miðstigi (5.–7. bekk) sé það einnig í formi símats, en jafnframt sé stuðst við verklegt
mat og sjálfsmat nemenda. Á unglingastigi (8.–10. bekk) er því loks gefinn möguleiki
á að matið geti
í auknum mæli tekið á sig formlegri mynd en þá er ekki einungis átt við skrifleg
próf. Ekki má missa sjónar á að mat skal vera í samræmi við sett markmið á öllum
sviðunum. Áfram skal leitast við að meta nemanda með tilliti til þátta sem eru mikil-
vægir frekar en auðmælanlegir, þar á meðal áhuga, sjálfstæði, ábyrgð, sköpunargáfu
og rökhugsun. Leitast skal við að meta hvort nemendur geta sett þekkingu sína fram
í víðara samhengi frekar en sem stakar staðreyndir. Æskilegar matsleiðir eru enn þá
símat og mat á verklegu námi en að auki er æskilegt að mat nái til þátta eins og mats
á verkmöppu og stærri verkefnum. (Menntamálaráðuneytið, 2007, bls. 12)
Samkvæmt þessu má ætla að þeir skólar og kennarar sem reyna að fylgja ákvæðum
aðalnámskrár beiti fjölbreytilegum aðferðum og taki ekki einungis inn í myndina
auðmælanlega þætti eins og hlutlæg þekkingaratriði, heldur einnig áhuga, virkni,
framfarir, frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð, sköpunargáfu og rökhugsun. Margbreyti-
leikinn í þessum efnum gæti því tekið á sig svipaða mynd og kom fram í rannsóknum
McMillan o.fl. (2001, 2002), þ.e. eins konar samsull af ólíkum þáttum sem reynist erfitt
að henda reiður á.
rannsóknin
Í þessari rannsókn var valið kerfisbundið tilviljunarúrtak úr þýði almennra grunnskóla
á Íslandi í þeim tilgangi að leita svara við spurningunni um hvað mætti lesa úr skóla-
námskrám grunnskóla um námsmat í náttúrufræði. Samkvæmt lista menntamála-
ráðuneytisins var heildarfjöldi grunnskóla á landinu vorið 2007, þegar rannsóknin
var gerð, 175 og úrtakið þriðjungur af því (N = 175 og n = 58). Skólunum var skipað í
stafrófsröð og þriðji hver valinn. Gengið var úr skugga um að stærð úrtaksins nægði
til að inn í það féllu allar helstu stærðir og gerðir skóla, þ.e. fámennir skólar í dreifbýli,
stórir þéttbýlisskólar og skólar með ólíkt menningarlegt, félagslegt og landfræðilegt
umhverfi. Af þeim 58 skólum sem rannsakaðir voru reyndust allir hafa yngsta stig, 57
höfðu miðstig og 51 var með unglingastig.
Greining var gerð á námsmati í fjórum námsgreinum eins og fjallað var um þær í
skólanámskrám sem giltu fyrir skólaárið 2006–2007: íslensku, myndmennt, náttúru-
fræði og stærðfræði. Skráðar voru allar upplýsingar sem fundust um námsmat í þessum
fjórum námsgreinum í 3., 6. og 9. bekk. Gögnin voru afrituð í gagnagrunn og þar voru
allar upplýsingar greindar og flokkaðar samkvæmt viðmiðum rannsakenda. Við val á
viðmiðum við greiningu gagnanna voru grundvallarspurningar um námsmat hafðar
til hliðsjónar (Gronlund og Waugh, 2009; Rowntree, e.d.). Þessar spurningar varða til-
gang, matsatriði (hvað metið), matsaðferðir (hvernig metið), eðli matsins og meðferð
niðurstaðna.