Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 112

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Blaðsíða 112
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011112 námSmat Í náttúrUfræÐi Áður var getið um niðurstöður McMillan og félaga (sjá McMillan, 2001; McMillan o.fl., 2002) þess efnis að námsmat í grunnskólum einkenndist að nokkru marki af óljósu „samsulli“ af matsatriðum og matsaðferðum. McMillan og félagar nota orðið „hodgepodge“ sem mætti allt eins þýða sem „óreiðublanda“, þ.e. óljós blanda sem erfitt reynist að henda reiður á. Niðurstöðurnar hér benda til þess að svipuð staða finnist í grunnskólum hérlendis hvað þetta varðar. Hér var reynt að skipa mats- atriðum í flokka eftir einkennum, en sú flokkun reyndist örðug því að notaður er urmull af ólíkum orðum, heitum og vinnubrögðum. Það sem helst vekur athygli er hin mikla áhersla á flokka III og IV, þ.e. þætti sem snerta vinnubrögð, verkefni, persónulegan áhuga og virkni. Af öllum þeim aragrúa matsatriða sem tilgreind voru tilheyrðu 70–90% þessum flokkum. Hins vegar tilheyrðu aðeins um 5% flokki I á miðstigi og yngsta stigi, þ.e. inntaki náms og þekkingu á námsefni. Tæp 20% á unglingastigi tilheyrðu þeim flokki. Hvergi var þess getið að fylgt væri ákveðnu kerfi á borð við flokkunarkerfi Blooms og félaga. Þótt rík áhersla væri lögð á flokka III og IV má ráða af textum skólanámskránna, t.d. áherslunni á próf og kannanir, að hæfni- þættir af vitsmunasviði (þekking, skilningur og beiting o.s.frv.) hljóti að hafa verið meira inni í myndinni en vísanir til þeirra gefa til kynna. Hvernig var metið? Matsaðferðir snúast um það hvernig upplýsinga er aflað um námsstöðu og náms- árangur, hvar það gerist, hvenær og hver eða hverjir eiga í hlut. Þær gagngeru breyt- ingar sem orðið hafa á hugmyndum manna um námsmat og fyrirkomulag þess birtast líklega skýrast í matsaðferðum og rökstuðningi fyrir fjölbreytni í matsaðferðum. Þar koma til álita hugtök eins og huglægt mat og hlutlægt, eigindlegt mat og megindlegt, sívirkt mat (símat), leiðsagnarmat og lokamat og síðast en ekki síst margvísleg við- mið við mat. Þar við bætast ýmis álitamál tengd tímasetningu mats, matsaðstæðum og ákvörðunum um hver eða hverjir meta (Gronlund og Waugh 2009). Í því sam- bandi skal bent á þá hugmynd sem lýst var hér að framan, og hefur fengið vaxandi byr undanfarna áratugi, að námsmat þurfi að vera samofið sjálfu námsferlinu (Bell, 2000; Weeden, Winter og Broadfoot, 2002). Þar hlýtur að vera um að ræða ýmiss konar formlegar og óformlegar matsaðferðir, sem beitt er með fjölbreyttum hætti í daglegu skólastarfi. Í almennum hluta skólanámskránna komu fram ýmsar athyglisverðar lýsingar á námsmatsaðferðum, m.a. að nemendur tækju sjálfir þátt í matinu, lærðu að skoða verk sín á markvissan hátt til að komast að raun um hvað hefði tekist vel og hvað mætti bæta (sjá nánar Meyvant Þórólfsson o.fl., 2009). Jafnframt eru dæmi um að- komu forráðamanna nemenda að matinu með það fyrir augum að ræða og kynna sér nánar viðfangsefnin, notkun ferilmappa, matskvarða og fleira. Í rúmlega 40% námskránna kemur eitthvað fram um matsaðferðir í náttúrufræði á yngsta stigi. Í 68% námskránna á miðstigi er fjallað um aðferðir og í 43% námskránna á unglingastigi. Oft er lýsingin óljós, en í mörgum tilvikum má þó segja að þetta sé mat sem höfundar þessarar greinar skilgreina sem „mat á námstíma óskilgreint“. Það er jafnan ekki útskýrt nánar þótt ætla megi að þar sé um að ræða einhvers konar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.