Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 132
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011132
tálmar og tæKifæri
stunduðu nám í „almennum úrræðum, sérskólum og sérdeildum“ og féllu undir viðmið
Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um þroskahömlun. Meðal annars var óskað
eftir að leitað yrði svara við því hvað gæti staðið í vegi fyrir því að þroskahamlaðir
nemendur nytu sín námslega og félagslega í skólum og að bent yrði á leiðir til úrbóta.
Af stað fór viðamikil rannsókn sem stóð í ein fimm ár. Rannsakendur voru fjöl-
margir; fulltrúar KHÍ, Þroskahjálpar, Reykjavíkurborgar og einn framhaldsskóla-
kennari. Rannsókninni lauk í árslok 2007 með útgáfu bókarinnar Tálmar og tækifæri.
Menntun nemenda með þroskahömlun á Íslandi. Ritstjóri var Gretar L. Marinósson,
prófessor við KHÍ.
Bókin Tálmar og tækifæri getur talist markvert framlag til umræðu um stöðu nem-
enda með þroskahömlun. Foreldrar, skólastjórnendur, kennarar, fræðimenn og þeir
sem móta stefnu í skólamálum geta sótt þangað svör við mörgum þeim spurningum
sem á þeim brenna um skólagöngu nemenda með þroskahömlum. Rannsóknin var
löngu tímabær og þyrfti að leiða til frekari rannsókna í þessum málaflokki. Hér verður
gerð nokkur grein fyrir efni bókarinnar og nokkrum annmörkum.
Markmið rannsóknarinnar lýsa tilgangi hennar í hnotskurn en þau voru (bls. 28–29):
Að komast að því hvar börn og unglingar með þroskahömlun ganga í skóla.
Að kanna hvernig skólar, sveitarfélög og ríki koma til móts við námsþarfir þeirra.
Að bera saman opinbera stefnu í þessum málum og framkvæmd.
Að útskýra hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru.
Að koma með tillögur til úrbóta.
Markmiðin ganga ekki sem rauður þráður í gegnum rannsóknina, sem er miður. Ætla
má að hinn mikli fjöldi rannsakenda sem stóð að rannsókninni hafi gert slíkt erfiðara.
Einnig er óhætt að segja að fjórða markmiðið sé bæði óáþreifanlegt og óskýrt og hefði
þurft skýrari framsetningu.
Alls voru nemendur með þá þroskahömlun sem féll að skilgreiningu rannsóknar-
innar í 161 skóla á landinu. Svör um þátttöku bárust frá 39 leikskólum (af 59), 55
almennum grunnskólum (af 81) og 13 framhaldsskólum (af 19), eða alls 107 skólum.
Rannsókninni var skipt í forrannsókn og aðalrannsókn, og aðalrannsókninni í fyrri
og síðari hluta. Unnar voru viðamiklar tilviksathuganir og ítarlegir spurningalistar
lagðir fyrir.
Í upphafi bókarinnar er gott yfirlit yfir meginniðurstöður rannsóknarinnar. Þær eru
athyglisverðar og vekja margar spurningar, aðallega vegna þess hve mótsagnakennd-
ar þær eru. Þær sýna að bæði starfsfólk almenna skólans og foreldrar eru ánægðir
með hvernig skólinn sinnir nemendum með þroskahömlun en um leið treysta for-
eldrar skólanum ekki nægilega og telja börn sín afskipt og veik félagslega. Í sérskólum
hafa nemendur með þroskahömlun engin samskipti við börn sem ekki eru með
þroskahömlun og afskiptaleysi er sagt algengt. Starfsfólk skóla og foreldra greinir á
um kröfur til náms og félagslega stöðu nemenda með þroskahömlun en kennarar telja
skólann standa betur að þessum málum en foreldrar álíta. Margir foreldrar efast um
getu almenna skólans til að sinna börnum þeirra enda hafa sumir þeirra orðið fyrir því
að stjórnendur skóla neiti börnum þeirra um inngöngu. Samt sem áður eru foreldrar