Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 132

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 132
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011132 tálmar og tæKifæri stunduðu nám í „almennum úrræðum, sérskólum og sérdeildum“ og féllu undir viðmið Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins um þroskahömlun. Meðal annars var óskað eftir að leitað yrði svara við því hvað gæti staðið í vegi fyrir því að þroskahamlaðir nemendur nytu sín námslega og félagslega í skólum og að bent yrði á leiðir til úrbóta. Af stað fór viðamikil rannsókn sem stóð í ein fimm ár. Rannsakendur voru fjöl- margir; fulltrúar KHÍ, Þroskahjálpar, Reykjavíkurborgar og einn framhaldsskóla- kennari. Rannsókninni lauk í árslok 2007 með útgáfu bókarinnar Tálmar og tækifæri. Menntun nemenda með þroskahömlun á Íslandi. Ritstjóri var Gretar L. Marinósson, prófessor við KHÍ. Bókin Tálmar og tækifæri getur talist markvert framlag til umræðu um stöðu nem- enda með þroskahömlun. Foreldrar, skólastjórnendur, kennarar, fræðimenn og þeir sem móta stefnu í skólamálum geta sótt þangað svör við mörgum þeim spurningum sem á þeim brenna um skólagöngu nemenda með þroskahömlum. Rannsóknin var löngu tímabær og þyrfti að leiða til frekari rannsókna í þessum málaflokki. Hér verður gerð nokkur grein fyrir efni bókarinnar og nokkrum annmörkum. Markmið rannsóknarinnar lýsa tilgangi hennar í hnotskurn en þau voru (bls. 28–29): Að komast að því hvar börn og unglingar með þroskahömlun ganga í skóla. Að kanna hvernig skólar, sveitarfélög og ríki koma til móts við námsþarfir þeirra. Að bera saman opinbera stefnu í þessum málum og framkvæmd. Að útskýra hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru. Að koma með tillögur til úrbóta. Markmiðin ganga ekki sem rauður þráður í gegnum rannsóknina, sem er miður. Ætla má að hinn mikli fjöldi rannsakenda sem stóð að rannsókninni hafi gert slíkt erfiðara. Einnig er óhætt að segja að fjórða markmiðið sé bæði óáþreifanlegt og óskýrt og hefði þurft skýrari framsetningu. Alls voru nemendur með þá þroskahömlun sem féll að skilgreiningu rannsóknar- innar í 161 skóla á landinu. Svör um þátttöku bárust frá 39 leikskólum (af 59), 55 almennum grunnskólum (af 81) og 13 framhaldsskólum (af 19), eða alls 107 skólum. Rannsókninni var skipt í forrannsókn og aðalrannsókn, og aðalrannsókninni í fyrri og síðari hluta. Unnar voru viðamiklar tilviksathuganir og ítarlegir spurningalistar lagðir fyrir. Í upphafi bókarinnar er gott yfirlit yfir meginniðurstöður rannsóknarinnar. Þær eru athyglisverðar og vekja margar spurningar, aðallega vegna þess hve mótsagnakennd- ar þær eru. Þær sýna að bæði starfsfólk almenna skólans og foreldrar eru ánægðir með hvernig skólinn sinnir nemendum með þroskahömlun en um leið treysta for- eldrar skólanum ekki nægilega og telja börn sín afskipt og veik félagslega. Í sérskólum hafa nemendur með þroskahömlun engin samskipti við börn sem ekki eru með þroskahömlun og afskiptaleysi er sagt algengt. Starfsfólk skóla og foreldra greinir á um kröfur til náms og félagslega stöðu nemenda með þroskahömlun en kennarar telja skólann standa betur að þessum málum en foreldrar álíta. Margir foreldrar efast um getu almenna skólans til að sinna börnum þeirra enda hafa sumir þeirra orðið fyrir því að stjórnendur skóla neiti börnum þeirra um inngöngu. Samt sem áður eru foreldrar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.