Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 115

Andvari - 01.06.2011, Side 115
andvari 113 Á HÖTTUNUM EFTIR HEMINGWAY við m.a. James Joyce og sem hann lagði sig sjálfur eftir í Vefaranum mikla frá Kasmír. Nú lítur hann greinilega á Hemingway sem samferðamann í hinni „mannlegu skírskotun". Gauti Kristmannsson hefur sagt um þennan formála að hann geti talist dæmi um það hvernig höfundar vinni með „óttann við áhrif“ - Halldór „mislesi“ hér Hemingway á skapandi hátt í þágu eigin skáld- skaparstefnu.23 Þá má einnig benda á að þótt orð Laxness séu formáli að þýðingu hans á einni af smásögum Hemingways er megináhersla hans á Hemingway sem skáldsagnahöfund - allt eins þótt sú nýsköpun Hemingways sem hann leggur áherslu á hafi í reynd einkennt smásagnagerð hans fremur en skáldsögurnar. En á þessum tíma er Laxness auðvitað sjálfur að vinna að því að koma skáld- sögunni sem bókmenntaformi til vegs og virðingar á íslandi - og víst er að hann á hvað stærstan hlut í að það gekk eftir. Þetta er ekki sagt til að draga úr vægi Hemingways sem skáldsagnahöf- undar. Skáldsagan hafði á þessum tíma öðlast mjög aukna virðingu sem listrænt bókmenntaform innan enskrar tungu og víðar og Hemingway hafði á skömmum tíma öðlast mikla viðurkenningu sem skáldsagnahöfundur fyrir verkin The Sun Also Rises (1926) og A Farewell to Arms (1929). Þá síðarnefndu þýddi Halldór nokkrum árum síðar og nefndi hana þá Vopnin kvödd. í formála að þeirri þýðingu horfir hann algerlega framhjá smásögum Hemingways og telur þær ekki með „höfuðritum“ hans er „bezt gefa hug- niynd um manninn“. Hann segir að stíll Hemingways sé „stíll aldarandans par excellenceíí og að varla hafi „nokkur maður átt jafn ríkan þátt sem Hemingway í því að breyta hugmyndum rithöfunda um frásagnarlist síðustu tíu-tólf árin.“ Hins vegar varar Halldór við því að menn reyni að skrifa eins og Hemingway; ýmsir hafi gert sig „að viðundri á þessu“; lykilatriði sé að „kunna að varast hann rétt, þó maður þekki hann vel.“24 Lesandi hlýtur að spyrja sig að hve miklu leyti þessi orð eigi við um þýðinguna sem á eftir fylgir ~ en jafnframt er freistandi að sjá hér grilla í hið óttablandna mat eins rithöf- undar á öðrum - þennan dans sem þarf að kunna að stíga, þótt jafnframt sé vísast að varast „partnerinn". Sterk staða rithöfunda er gjarnan vegin í áhrifum, og þótt það kunni að virðast mælikvarði sem byggir oftar á tilfinningu fremur en raunathugun, þá varð almælt að Hemingway hafi snemma - og einkum eftir að Farewell to Arms birtist - haft mikil áhrif á sagnagerð samtímahöfunda og þeirra sem mótuðust sem rithöfundar árin og áratugina þar á eftir, meðal annars á íslandi. Ætla má að þýðing Halldórs, Vopnin kvödd, sé mikilvægur farvegur slíkra áhrifa. Viðbrögð við þýðingunni mótuðust að vísu mjög af skiptum skoðunum á málnotkun Halldórs Laxness, m.a. á stafsetningu hans sem sumum þótti til lýta, bæði almennt og sérstaklega á verki Hemingways, ásamt með ýmsum öðrum þáttum málfars. Halldór brást snarlega til varnar gagnrýninni og svar-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.