Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 39
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 20 ÁRA
15
3. Að reyna af fremsta megni
að halda við öllu góðu og nýtilegu,
sem vér eigum að arfi frá þjóðinni
heima, bæði í bókmentum og öðru.
4. Að veita alla mögulega að-
stoð og auðnsynlega íslendingum
hér í álfu og leitast við að auka álit
heirra, bæði í einstökum tilfellum
°g sem heildar.
5. Að koma á og halda við sem
beztri vináttu og samúðarþeli, milli
vor hér vestra og þjóðarinnar heima
á íslandi.
6. Að leitast við að kynna hín
beztu sérkenni íslendinga hérlendri
þjóð.
II. Starf félagsins
Nefndin leyfir sér að benda á eft-
irfylgjandi sem hún álítur að félag-
mu beri fyrst og fremst að vinna.
1- Að efla þekkingu íslenzks
seskulýðs í vesturheimi á ísl. tungu
°g bókmentum, með því:
(a) að stuðla að því af öllum
mætti, að íslenzk tunga sé kend
sem flestum vestur-íslenzkum
börnum
(b) að gangast fyri útgáfu
hæfilegra bóka til lesturs og lær-
dóms fyrir íslenzka unglinga í
Vesturheimi.
(c) Að stuðla að því að ís-
lenzka verði kend við sem flesta
háskóla hér í álfu, er íslendingar
stunda nám við; og ennfremur að
koma á fót verðlaunasjóðum í ís-
lenzku við slíkar stofnanir þar
scm því verður komið við.
Að stuðla að því að fyrirlestr-
a5 um íslenzk efni séu fluttir sem
Vlðast hér í landi bæði á íslenzku og
ensku, og myndir sýndar efninu til
skýringar, þegar því verSur við
komið.
3. Að koma á fót miðstöð í Win-
nipeg, þar sem bygt sé eða leigt
húsrúm; sé þar lestrarsalur með
öllum íslenzkum blöðum og tímarit-
um ásamt velvöldum hérlendum
blöðum og tímaritum; íslenzkt bóka-
safn, eins fjölskrúðugt og ástæður
leyfa. Þangað geti íslenzkir gestir
og ferðamenn snúið sér og fundið
þar nokurskonar heimili og upplys-
ingar, og sé það opið alla daga, og
gjört eins aðlaðandi og föng eru á.
Ennfremur skal félagið stuðla að
því, að samskonar stöðvar komist á
fót annarsstaðar í íslenzkum bygð-
um, þar sem svo hagar til að því
verði við komið.
4. Að gefa út tímarit.
5. Að gangast fyrir stofnun ís-
lenzkrar deildar við listasafn það,
sem til orða hefir komið að stofnað
verði í Winnipeg.
6. Að stuðla að þýðingum
merkra íslenzkra rita á enska tungu,
eftir því sem ástæður leyfa.
III. Fyrirkomulag og tilhcgun
1. Allir einstaklingar, sem af
íslenzku bergi eru brotnir, eða
tengdir íslendingum, eða sem sýnt
hafa sérstakan áhuga 1 því, að afla
sér þekkingar á íslenzkri þjóð og
bókmentum hennar, mega gjörast
meðlimir í félaginu. Ennfremur get-
ur félagið á ársfundi kosið heiðurs-
félaga.
2. Nefndin hugsar sér að auk alls-
herjar Þjóðernisfélags, verði stofn-
uð samskonar smærri félög í sem
flestum íslenzkum bygðum og skulu
þá þau félög standa í svipuðu sam-
bandi við aðalfélagið og tíðkast í