Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 53
Eftir J. Magnús Bjarnason
Þau sjö árin, sem íslendingar
voru á Mooselands-hálsum í Nýja-
Skotlandi, komu þangað við og við
ýmsir ókunnugir menn, þar á meðal
trúboðar, fréttaritarar, farandsalar,
málmnemar og veiðimenn. En eng-
inn þeirra hafði þar langa viðdvöl,
og enginn þeirra vakti mikla eftir-
tekt, svo eg vissi, nema ef vera
skyldi farandsali nokkur, sem kom
til nýlendunnar haustið 1881 og
dvaldi þar, og í skozku bygðinni
fyrir austan, þrjá eða fjóra daga.
Hann varð mér mjög minnistæður,
°g eg hefi borið hlýjan hug til
hans, af ástæðum, sem eg skal geta
um síðar.
Hann kom fótgangi austan frá
sjó, og hafði stuttar dagleiðir. Bar
hann tvær gríðarstórar, svartar
töskur, aðra á bakinu en hina í fyr-
ir> og var í þeim ýmiskonar varn-
mgur: tvinni, nálar, kantabönd,
Hngurbjargir, hnappar, o. s. frv. —
Maður þessi var hár vexti, en frem-
Ur grannur og holdskarpur, dökkur
a brún og brá, með gisið skegg á
vöngum og höku; hann hafði þunt
°g íbogið nef, og lítil, kolsvört augu,
Sem voru óvenjulega hörð og hvöss.
Hann kvaðst heita Aron Hassan og
vera af sýrlenzkum ættum, en fædd-
Ur og uppalinn í Hamborg á Þýzka-
iandi. (Sumum heyrðist hann segja,
að hann héti Abú Hassan). Hann
unni dönsku, því að hann talaði á
því máli við aldraðan mann í ný-
endunni, og þýzku talaði hann, að
s°gn, við austurrískan mann í
námubænum Tangier. Og ensku-
mælandi fólk sagði að hann mælti
mætavel á enska tungu, þó að fram-
burður hans á sumum orðum væri
nokkuð stirður og annarlegur.
Þegar hann kom á Mooselands-
hálsa, var sumt af íslenzka fólkinu
farið þaðan, því að útflutningur úr
nýlendunni byrjaði þá um sumarið
(1881). Um það leyti var því ekki,
á þeim slóðum, um auðugan garð að
gresja fyrir farandsalann. En hann
mun þó hafa komið í hvert það hús,
sem var við þjóðveginn og enn var
búið í. Og hann sagði um leið og
hann steig yfir þröskuldinn:
“Eg heiti Aron Hassan. Eg er
farandsali og sel góðan varning við
lágu verði.”
Og hann sagði það satt, hvað
verðlagið snerti, því að alt, sem
hann hafði á boðstólum, var óvenju-
lega ódýrt.
Sumir sögðu við hann: “Við get-
um ekkert keypt, af því að við erum
peningalausir.”
Þá sagði hann: “Eg skal umlíða
ykkur til jóla.”
Og ef þá var sagt: “Við getum
kannske aldrei borgað.”
Þá brosti hann og sagði: “Það
gerir ekkert til. Eg lána ykkur
samt.”
Þetta þótti sumum skrítið. Og
ávalt varð það úr á endanum, að
eithvað var keypt af honum í flest-
um þeim húsum, sem hann kom í,
og alt var það borgað út í hönd. í
hverju húsi spurði hann, um leið og