Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 54

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 54
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA hann var að fara, hvað bóndinn héti, sem ætti heima í næsta húsi. Og þess vegna gat hann ávarpað hvern bónda með nafni, strax og hann hitti hann. Eg man það glögt, þegar þessi einkennilegi farandsali kom í hús foreldra minna. Það var á laugai'- dag um nónbilið. Hann gekk mjög hægt upp hólinn, sem húsið stóð á, og langt til að sjá sýndist mér hann fremur skuggalegur. Hann var í síðri, dökkri kápu, hafði svartan barðabreiðan hatt á höfði, og hélt á stuttu priki í hægri hendinni. En þegar hann var kominn inn í húsið og búinn að taka af sér hattinn og láta niður töskurnar, þá leizt mér betur á hann. — Móðir mín keypti af honum fingurbjörg, hvítt tvinna- kefli og nokkrar nálar. Hann bað hana svo að gefa sér vatn að drekka. Hún færði honum mjólk í skál, og var auðséð að honum þótti vænt um það. Hann drakk mjólkina með mikilli hægð og virti fyrir sér gamla landslags-mynd, sem hékk á veggn- um. Og þegar hann var búinn að drekka alt, sem var í skálinni, setti hann hana á borðið, hneigði sig fyrir móður minni og sagði: “Eg þakka fyrir mjólkina. Hún var góð. Slíkum góðgjörðum eiga sýrlenzkir farandsalar ekki að venj- ast, nema hjá — fslendingum.” Þegar hann var að fara, spurði hann mig, hvað hann héti, bóndinn, sem átti heima í næsta húsi fyrir austan. Eg sagði honum það. En það nafn var ekki íslenzkt. “Hvað er að tarna!” sagði far- andsalinn og hvesti augun á mig, “það er ekki íslenzkt nafn.” “Nei. Hann er skozkur,” sagði eg. “Var ekki íslenzkur landnemi hér áður?” “Jú,” sagði eg, “en hann seldi landið og fluttist í sumar vestur í Rauðárdalinn.” “Þangað förum við öll,” sagði farandsalinn, kvaddi okkur móður mína og fór. Þann dag fór hann ekki lengra en í næsta hús. Hann bað um að mega vera þar um kyrt þangað til á mánu- dagsmorgun, því að það væri ekki siður sinn að ferðast um á sunnu- dögum. Og var honum sagt, að hon- um væri guðvelkomið að vera þar til mánudags. Á sunnudaginn kom eg yfir í þetta nágranna-hús og var íslenzkur drengur á mínu reki með mér. Þá sat farandsalinn á tröppunum fyrir utan húsdyrnar og var að lesa í lítilli bók, sem var í fallegu bandi. Við heilsuðum honum, og tók hann kveðjum okkar vel og glaðlega. — Spurði hann okkur, hvað við hétum, hvað gamlir við værum, og hvað langt við værum komnir í barna- skólanum. Og líka vildi hann vita, hvort við gætum lesið íslenzku eins vel og ensku. Og virtist okkur að það gleðja hann, þegar við sögðum honum að við gætum lesið íslenzku nokkurnveginn, jafnvel betur en ensku. Svo spurðum við hann, hvað hann væri að lesa. “Eg er að lesa Talmud”, sagði hann, “eða réttara sagt: aðalinn- takið úr Talmud. Það er á máli, sem ykkur er óskiljanlegt. f þeirri bók eru mörg góð heilræði. Og Talmud segir manni, hvernig maður
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.