Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 54
30
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
hann var að fara, hvað bóndinn héti,
sem ætti heima í næsta húsi. Og
þess vegna gat hann ávarpað hvern
bónda með nafni, strax og hann hitti
hann.
Eg man það glögt, þegar þessi
einkennilegi farandsali kom í hús
foreldra minna. Það var á laugai'-
dag um nónbilið. Hann gekk mjög
hægt upp hólinn, sem húsið stóð á,
og langt til að sjá sýndist mér hann
fremur skuggalegur. Hann var í
síðri, dökkri kápu, hafði svartan
barðabreiðan hatt á höfði, og hélt á
stuttu priki í hægri hendinni. En
þegar hann var kominn inn í húsið
og búinn að taka af sér hattinn og
láta niður töskurnar, þá leizt mér
betur á hann. — Móðir mín keypti
af honum fingurbjörg, hvítt tvinna-
kefli og nokkrar nálar. Hann bað
hana svo að gefa sér vatn að drekka.
Hún færði honum mjólk í skál, og
var auðséð að honum þótti vænt um
það. Hann drakk mjólkina með
mikilli hægð og virti fyrir sér gamla
landslags-mynd, sem hékk á veggn-
um. Og þegar hann var búinn að
drekka alt, sem var í skálinni, setti
hann hana á borðið, hneigði sig
fyrir móður minni og sagði:
“Eg þakka fyrir mjólkina. Hún
var góð. Slíkum góðgjörðum eiga
sýrlenzkir farandsalar ekki að venj-
ast, nema hjá — fslendingum.”
Þegar hann var að fara, spurði
hann mig, hvað hann héti, bóndinn,
sem átti heima í næsta húsi fyrir
austan. Eg sagði honum það. En
það nafn var ekki íslenzkt.
“Hvað er að tarna!” sagði far-
andsalinn og hvesti augun á mig,
“það er ekki íslenzkt nafn.”
“Nei. Hann er skozkur,” sagði
eg.
“Var ekki íslenzkur landnemi hér
áður?”
“Jú,” sagði eg, “en hann seldi
landið og fluttist í sumar vestur í
Rauðárdalinn.”
“Þangað förum við öll,” sagði
farandsalinn, kvaddi okkur móður
mína og fór.
Þann dag fór hann ekki lengra en
í næsta hús. Hann bað um að mega
vera þar um kyrt þangað til á mánu-
dagsmorgun, því að það væri ekki
siður sinn að ferðast um á sunnu-
dögum. Og var honum sagt, að hon-
um væri guðvelkomið að vera þar
til mánudags.
Á sunnudaginn kom eg yfir í þetta
nágranna-hús og var íslenzkur
drengur á mínu reki með mér. Þá
sat farandsalinn á tröppunum fyrir
utan húsdyrnar og var að lesa í lítilli
bók, sem var í fallegu bandi. Við
heilsuðum honum, og tók hann
kveðjum okkar vel og glaðlega. —
Spurði hann okkur, hvað við hétum,
hvað gamlir við værum, og hvað
langt við værum komnir í barna-
skólanum. Og líka vildi hann vita,
hvort við gætum lesið íslenzku eins
vel og ensku. Og virtist okkur að
það gleðja hann, þegar við sögðum
honum að við gætum lesið íslenzku
nokkurnveginn, jafnvel betur en
ensku. Svo spurðum við hann, hvað
hann væri að lesa.
“Eg er að lesa Talmud”, sagði
hann, “eða réttara sagt: aðalinn-
takið úr Talmud. Það er á máli,
sem ykkur er óskiljanlegt. f þeirri
bók eru mörg góð heilræði. Og
Talmud segir manni, hvernig maður