Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 58

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 58
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA gefa miljónamæring nokkrum heið- ursgjöf fyrir eitthvað, sem hann hafði afrekað. íslendingurinn tók þeim fremur fálega, en lét þó eitt- hvað af hendi rakna. Nokkru síðar, þegar gjafalistinn var athugaður, kom það í ljós, að enginn hafði gefið eins litla fjárupphæð sem Erik Holt. Skömmu síðar komu enn þá tveir menn til hans og báðu hann að gefa eitthvað í sjóð, sem verið var að safna í, til styrktar sjúku og blá- fátæku fólki. Hann sagðist skyldi senda þeim eitthvað í þann sjóð daginn eftir. Og þegar sá gjafa- listi birtist í dagblaðinu, þá sást það, að enginn hafði gefið eins mikið og Erik Holt. Og svo liðu stundir fram. — En svo kom það fyrir einn góðan veðurdag fyrir rúmum tveimur ár- um, að roskinn maður, mjög vesald- arlegur og ræfilslegur, kom inn í verzlunar-búð Eriks Holt og spurði eftir honum. Þessum aumingja manni var sagt, að Mr. Holt væri inni í íveruhúsinu og væri ófrískur þann dag. — “Gjörið svo vel að segja honum, að hér sé kominn gam- all maður, sem á brýnt erindi við hann,” sagði gesturinn. — Einn búð- arþjónanna fór nú yfir í íveruhúsið en kom að vörmu spori aftur með þau orð frá Mr. Holt, að hann vildi vita, hvað þessi ókunni máður héti, og hvert erindi hans væri. En gest- urinn vildi hvorki segja til nafns síns né geta þess, í hvaða erindum hann væri. Bað hann búðarþjón- ana á ný að fara til Mr. Holts og segja honum, að mikið væri undir því komið, að hann kæmi fram í búðina og lofaði ferðlúnu gamal- menni að tala við sig fáein orð. — “Ef Mr. Holt kemur hingað fram í búðina til mín, þá mun hann fljótt kannast við mig,” sagði gesturinn. — Að lokum lét Mr. Holt til leiðast, að ganga fram í búðina. Og þegar hann kom auga á hinn aumingja- lega, tötrum-klædda mann, var auð- séð, að honum varð bilt við. — “Og þú — hér!” sagði hann og leit stór- um augum á gestinn. — “Eg gat ekki annað,” sagði gesturinn. — “Vertu marg-velkominn!” sagði Mr. Holt og rétti honum hönd sína. — “Eg þakka!” sagði gesturinn og tók á hönd hans. — “Þú verður hér hjá mér í heila viku eða lengur,” sagði Mr. Holt. — “Guði sé lof!” sagði gesturinn lágt, og rödd hans var klökk. — Og Erik Holt tók aftur í hönd þessa vesala förumanns og leiddi hann út úr búðinni og yfir í íveruhúsið. — Daginn eftir sáust þeir Mr. Holt og gesturinn á gangi úti í garðinum fyrir framan húsið, og þeir voru altaf að tala saman, eins og góðir bræður. En enginn af búðarþjónunum vissi, um hvað þeir voru að skrafa, því að þeir töluðu aldrei hátt. Og nú var gesturinn alt í einu kominn í þokkalegan búning, með hvítan kraga og prýðilegt háls- hnýti, nýjan hatt og nýja skó. — Nokkru síðar gekk hann við fallegan staf og hafði úr í vasanum. Og eftir því, sem lengur leið, varð gest- urinn æ unglegri og hraustlegri. Svo leið heill mánuður. Þá var það einn fagran morgun, að Erik Holt fylgdi gesti sínum að járnbrautar- stöðinni, keypti handa honum far- bréf til New York, fékk honum dá- lítinn ströngul, sem nokkrir tíu- dollara seðlar voru í, og kvaddi hann vel og alúðlega. — Alt þetta sáu búðarþjónarnir. Þeir spurðu svo
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.