Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 58
34
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
gefa miljónamæring nokkrum heið-
ursgjöf fyrir eitthvað, sem hann
hafði afrekað. íslendingurinn tók
þeim fremur fálega, en lét þó eitt-
hvað af hendi rakna. Nokkru síðar,
þegar gjafalistinn var athugaður,
kom það í ljós, að enginn hafði gefið
eins litla fjárupphæð sem Erik Holt.
Skömmu síðar komu enn þá tveir
menn til hans og báðu hann að gefa
eitthvað í sjóð, sem verið var að
safna í, til styrktar sjúku og blá-
fátæku fólki. Hann sagðist skyldi
senda þeim eitthvað í þann sjóð
daginn eftir. Og þegar sá gjafa-
listi birtist í dagblaðinu, þá sást það,
að enginn hafði gefið eins mikið og
Erik Holt. Og svo liðu stundir fram.
— En svo kom það fyrir einn góðan
veðurdag fyrir rúmum tveimur ár-
um, að roskinn maður, mjög vesald-
arlegur og ræfilslegur, kom inn í
verzlunar-búð Eriks Holt og spurði
eftir honum. Þessum aumingja
manni var sagt, að Mr. Holt væri
inni í íveruhúsinu og væri ófrískur
þann dag. — “Gjörið svo vel að
segja honum, að hér sé kominn gam-
all maður, sem á brýnt erindi við
hann,” sagði gesturinn. — Einn búð-
arþjónanna fór nú yfir í íveruhúsið
en kom að vörmu spori aftur með
þau orð frá Mr. Holt, að hann vildi
vita, hvað þessi ókunni máður héti,
og hvert erindi hans væri. En gest-
urinn vildi hvorki segja til nafns
síns né geta þess, í hvaða erindum
hann væri. Bað hann búðarþjón-
ana á ný að fara til Mr. Holts og
segja honum, að mikið væri undir
því komið, að hann kæmi fram í
búðina og lofaði ferðlúnu gamal-
menni að tala við sig fáein orð. —
“Ef Mr. Holt kemur hingað fram í
búðina til mín, þá mun hann fljótt
kannast við mig,” sagði gesturinn.
— Að lokum lét Mr. Holt til leiðast,
að ganga fram í búðina. Og þegar
hann kom auga á hinn aumingja-
lega, tötrum-klædda mann, var auð-
séð, að honum varð bilt við. — “Og
þú — hér!” sagði hann og leit stór-
um augum á gestinn. — “Eg gat
ekki annað,” sagði gesturinn. —
“Vertu marg-velkominn!” sagði Mr.
Holt og rétti honum hönd sína. —
“Eg þakka!” sagði gesturinn og tók
á hönd hans. — “Þú verður hér hjá
mér í heila viku eða lengur,” sagði
Mr. Holt. — “Guði sé lof!” sagði
gesturinn lágt, og rödd hans var
klökk. — Og Erik Holt tók aftur í
hönd þessa vesala förumanns og
leiddi hann út úr búðinni og yfir í
íveruhúsið. — Daginn eftir sáust
þeir Mr. Holt og gesturinn á gangi
úti í garðinum fyrir framan húsið,
og þeir voru altaf að tala saman,
eins og góðir bræður. En enginn af
búðarþjónunum vissi, um hvað þeir
voru að skrafa, því að þeir töluðu
aldrei hátt. Og nú var gesturinn alt
í einu kominn í þokkalegan búning,
með hvítan kraga og prýðilegt háls-
hnýti, nýjan hatt og nýja skó. —
Nokkru síðar gekk hann við fallegan
staf og hafði úr í vasanum. Og
eftir því, sem lengur leið, varð gest-
urinn æ unglegri og hraustlegri.
Svo leið heill mánuður. Þá var það
einn fagran morgun, að Erik Holt
fylgdi gesti sínum að járnbrautar-
stöðinni, keypti handa honum far-
bréf til New York, fékk honum dá-
lítinn ströngul, sem nokkrir tíu-
dollara seðlar voru í, og kvaddi hann
vel og alúðlega. — Alt þetta sáu
búðarþjónarnir. Þeir spurðu svo