Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 66
42
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
“Flæðarmúsin” er hér þýðing á
sænska orðinu flödermus
(þýzku Fledermaus, ensku
b a t, sem nú er venjulega þýtt
“leðurblaka”). f eyrum íslend-
inga er “flæðarmúsin” samt ekki
bat, heldur töfrakvikindi úr
sjó (sbr. flæðurD), sem er eins
arðvænt eins og finnabrækur til
fjársöfnunar. Á svipaðan hátt er
ráð að leggja gull undir lindorm, til
þess að gullið vaxi. Eins og menn
muna, var þetta upphaf ormsins í
Lagarfljóti. Það er víst óhætt að
segja, að ef Matthías nær Shake-
speare nokkursstaðar, þá gerir hann
það í þesum særingum, enda stóðu
íslendingar ekki öðrum þjóðum að
baki í göldrum og særingum. Mér
finst jafnvel að Matthías hafi bætt
um viðkvæði nornanna:
Double, double, toil and trouble;
Fire burn, and cauldron bubble.
Skottur Matthíasar eru enn galdra-
legri.
Annað ágætt dæmi um erfiðleika,
sem Matthías sigrast þó á með prýði,
er kvæðið um “Queen Mab”1 2> —
(Rómeó og Júlía, I. þáttur 4. atr.):
Þér hefur þá veitt heimsókn drotn-
ing Möbb,
Nærkona allra álfa; hún, sem kemur
í mynd sem ekki’ er stærri’ en
agatsteinn
f fingurhring á hendi borgmeistara;
Hún ekurfram með ari sólargeislans
1) Þetta er auðvitað skýring alþýð-
unnar á þýzka orðinu. P1 e d e r líktist
flæðar-, og þurfti þá ekki fleiri skýr-
ingar, því margt er ilt í sjó.
2) M. B. Ruud hrósar með réttu þýð-
ingu I. Aasens á báðum þessum kvæðum.
Mér virðist Matthías jafnsnjall Aasen.
Þvert yfir nefið þeim sem liggja’ í
svefni;
Hjólrimar vagnsins eru’ úr flugu-
fótum,
En þak hans er úr engisprettu-
vængjum,
En aktaumar úr ormavefi spunnir,
Alt prýtt og stangað tærum tungl-
skins geislum;
Úr veggjatrítlu langleggjum er
svipan,
En ólin er úr mjúkum myglu-þræði,
Vagnstjóri’ er Mý, eitt lítið, grá-
klætt grey,
Svo langt um minni’ en lítill ormur,
kreistur
Úr latrar telpu þumli; kerran sjálf
Er gjörð af tómri hesluhnot af
smiðnum
íkorna eða meistaranum Meli,
Þeim æva-gamla Álfheims vagna-
smiði.
Þrátt fyrir það, þótt hér sé um
allan annan Álfheim að ræða en
hinn íslenzka, þá er ekkert í þessari
þýðingu, sem kemur ókunnuglega
fyrir sjónir, nema ormurinn í þumli
lötu telpunnar, sem er ensk þjóð-
trú. Og ekki tekst Matthíasi síður
með áframhaldið um athafnir drotn-
ingarinnar eins og t. d.:
Oft anar hún á embættismanns nef,
0g óðar dreymir hann sér nýjan titil;
Og stundum prikar (hún með prest-
lambs rófu,
f prófasts nös, svo karlinn dreymir
óðar
Hann fái ný og betri brauðaskifti.
Hér verður tithe-pig’s tail
að “prestlambs rófu” (sbr. “drott-
ins kópur”), og sómir sér vel í þýS-
ingunni. Þess má þó geta, að stöku
\