Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Síða 68
44 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA í ihinu fræga eintali Hamlets (Act III. sc. 2): When he himself might his q u i e t u s make With a bare b o d k i n. . . sem Matthías þýðir: Ef sérhver mætti laga lífs síns reikning Með hnífnum sínum. . . Bæði quietus og bodkin eru nú úrelt fornyrði, en á dögum Shakespeares þýddi b o d k i n ekki “(vasa)hnífur”, heldur “rýtingur”. Matthías fyrnir ekki þýðinguna, en hann gefur heldur ekki alveg orð Shakespeares. En meiningin heldur sér, og hugmyndin, að laga reikn- ing lífs síns með vasahnífnum sín- um virðist nálægt anda Shake- speares. Eitt af því sem mest greindi tíma Shakespeares frá 19. öldinni var hið mismunandi viðhorf aldanna við kynferðismálunum. 16. öldin var eins klámfengin og 19. öldin var tepruleg. Að sjálfsögðu sér þessa vott í þýðingunum, eins og þegar Steingrímur þýðir c o d p i e c e, “kýll”, með “brók” eða “heybrók”, eða þegar Matthías þýðir: A bump as big as a young cock’rel’s stone (í Rómeo og Júlíu I. þætti 3. atr.) með: Var eins stór kúla’ og meðal hænu-egg. (S t o n e=“testicle”). En yfirleitt má segja, að þýðend- ur gjöri skyldu sína í þessu efni, þótt sumstaðar verði þess vart, að þeir gjöri sér nokkra tæpitungu, þar sem Shakespeare er ómyrkari í máli. Enn er ónefnt það atriði í stíl Shakespeares, sem mestum og verst- um steinum veltir í götu þýðend- anna. Þetta eru orðaleikirnir, p u n s, sem kallaðir hafa verið brandarar á síðari tíma íslenzku. Orðaleikir hljóta ávalt að vera örð- ugir til yfirfærslu úr einni tungu í aðra, en þó hlýtur vandinn að vera tvöfaldur, ef þýða skal á mál, sem ekki hefir verið tamið við orðaleiki, eins og íslenzka 19. aldarinnar var. Það getur varla hjá því farið, að eftirleikurinn hefði orðið þeim Steingrími og Matthíasi auðveldari, ef íslendingar hefðu þá þegar átt Spegilinn er nú síðustu 15 árin eða svo hefir speglað samvizku þjóðar- innar, góða eða illa eftir ástæðum. Að öllu athuguðu er það meiri furða hve vel þeim Steingrími og Matthíasi hefir tekist að þýða orða- leikina heldur en hitt, þótt þeir stöku sinnum verði að spinna einn þráð aðeins, þar sem Shakespeare vindur tvo,( eða þótt hinir þýddu brandarar sé sumstaðar nokkuð skrúfaðir eða bragðdaufir. Dæmi úr Lear Konungi (I. þætti 1. atr.): Kent. I cannot conceive you? Glou. Sir, this young fellow’s moth- er could: whereupon she grew round-womb’d. . . í þýðingu Steingríms: Kent. Hvernig þá? Þetta er of myrkt fyrir minn skilning. Gloster. En móðir drengsins skildi hvað eg fór, enda þyknaði hún von bráðar undir belti. . . Hér leikur Shapespeare á hina tvöföldu merkingu íconceive, 1) að skilja, 2) að fá getnað, og getur Steingrímur ekki leikið það eftir honum, en kemst þó mjög sæmilega frá þýðingunni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.