Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 70

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Page 70
46 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ungis rammíslenzkar, heldur líka fyllilega í samræmi við anda Shake- speares. Svo mundi hann viljað ort hafa á íslenzku. Eg gæti bætt við villu-dálk Matt- híasar t. d. úr Rómeó og Júlíu, þar sem eg hefi fundið, að hann hefir stundum rangþýtt eftir Lembcke, sumstaðar þýtt rétt þar sem Lembcke skjátlaðist. En þess ger- ist engin þörf. Villurnar hrynja af þýðingu Matthíasar víðast hvar, eins og ryð af góðum málmi. Margt hefir nú verið til tínt vand- kvæða þeirra er hlutu að verða á vegi þýðendanna. Þó hefir ekki verið á það minst, sem kannske varðar mestu, það, hve ólík list Shakespeares var þeirri list, sem ís- lenzkan átti bezta að bjóða, eg á þar auðvitað við íslendingasögur. Að vísu eru íslendingasögur víða ekki ódramatiskari en Shakespeare. Þær eru efni í mikla harmleiki, enda hafa menn eins og Ibsen og Jóhann Sigurjónsson séð það og notað þær. En fátt getur samt ólíkara en list söguhöfundanna, og list Shake- speares. Söguhöfundarnir eru full- ir drjúgmæla (1 i t o t e s, u n d e r- statement), og menn verða að lesa dýpstu hugsanir þeirra og heit- ustu tilfinningar milli línanna. List þeirra líkist jarðeldi sem falinn er hálfstorknuðu hrauni, það glittir í glæður og eldstrauma undir skurn- inni. Aftur á móti er ekki til sú hugsun, frá hinum lélegasta brand- ara til hinna dýpstu spakmæla, né heldur sú tilfinning grunn eða djúp, að Shakespeare komi ekki orðum að henni. Og alt sem hann hugsar, lætur hann fara. Ef nokkur iá það skilið að kallast expression- i s t i, þá er það hann. Hann er, í stuttu máli, eins og sígjósandi eld- fjall, eilífur eldstólpi, hvæsandi og snarkandi og fullur með þrumur og eldingar. Nú skyldi menn ætla að þýðendur brygðust helst þar sem Shakespeare gýs hæst, skrautlegast og af mestu afli tilfinninganna. Því er samt ekki svo varið. Það er t. d. engin skömm að þýðingu Steingríms á hinu fræga 2. atriði í þriðja þætti Lears konungs, þar sem hinn grá- hærði öldungur býður hamförum náttúrunnar byrginn á heiðinni: Lear. Blás, blás! ríf hvoft þinn, ofsa- bylur, æddu! Þér felli-stormar, steypihvolfur, grenjið, Uns turnar sökkva, veðurvitar drekkjast! Brennisteins-elding, bjarta, hugar- snara, Sem blossar undan eik-kljúfandi skruggu, Svíð hærukoll minn! Heimsins skelfir, þruma, Slá hnöttinn flatan, bramla og brjót í sundur öll eðlis mót, og eyðilegg í skyndi Hvern vísir til hins vanþakkláta mannkyns. Og Matthías er síst verri, þar sem honum tekst upp. Eg hefi getað borið saman þýðingu hans á eintali Rómeós undir glugga Júlíu (í þætti 2. atriði) við þýðingar þeirra Försoms og Lembckes, sem Ruud hrósar mjög, og get eg ekki fundið að Matthías .standi þeim að baki, nema ef vera skyldi, þar sem hann talar um “mánaflagðið” og þess
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.