Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 70
46
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
ungis rammíslenzkar, heldur líka
fyllilega í samræmi við anda Shake-
speares. Svo mundi hann viljað ort
hafa á íslenzku.
Eg gæti bætt við villu-dálk Matt-
híasar t. d. úr Rómeó og Júlíu, þar
sem eg hefi fundið, að hann hefir
stundum rangþýtt eftir Lembcke,
sumstaðar þýtt rétt þar sem
Lembcke skjátlaðist. En þess ger-
ist engin þörf. Villurnar hrynja af
þýðingu Matthíasar víðast hvar,
eins og ryð af góðum málmi.
Margt hefir nú verið til tínt vand-
kvæða þeirra er hlutu að verða á
vegi þýðendanna. Þó hefir ekki
verið á það minst, sem kannske
varðar mestu, það, hve ólík list
Shakespeares var þeirri list, sem ís-
lenzkan átti bezta að bjóða, eg á
þar auðvitað við íslendingasögur.
Að vísu eru íslendingasögur víða
ekki ódramatiskari en Shakespeare.
Þær eru efni í mikla harmleiki, enda
hafa menn eins og Ibsen og Jóhann
Sigurjónsson séð það og notað þær.
En fátt getur samt ólíkara en list
söguhöfundanna, og list Shake-
speares. Söguhöfundarnir eru full-
ir drjúgmæla (1 i t o t e s, u n d e r-
statement), og menn verða að
lesa dýpstu hugsanir þeirra og heit-
ustu tilfinningar milli línanna. List
þeirra líkist jarðeldi sem falinn er
hálfstorknuðu hrauni, það glittir í
glæður og eldstrauma undir skurn-
inni. Aftur á móti er ekki til sú
hugsun, frá hinum lélegasta brand-
ara til hinna dýpstu spakmæla, né
heldur sú tilfinning grunn eða djúp,
að Shakespeare komi ekki orðum
að henni. Og alt sem hann hugsar,
lætur hann fara. Ef nokkur iá það
skilið að kallast expression-
i s t i, þá er það hann. Hann er, í
stuttu máli, eins og sígjósandi eld-
fjall, eilífur eldstólpi, hvæsandi og
snarkandi og fullur með þrumur og
eldingar.
Nú skyldi menn ætla að þýðendur
brygðust helst þar sem Shakespeare
gýs hæst, skrautlegast og af mestu
afli tilfinninganna. Því er samt
ekki svo varið. Það er t. d. engin
skömm að þýðingu Steingríms á
hinu fræga 2. atriði í þriðja þætti
Lears konungs, þar sem hinn grá-
hærði öldungur býður hamförum
náttúrunnar byrginn á heiðinni:
Lear.
Blás, blás! ríf hvoft þinn, ofsa-
bylur, æddu!
Þér felli-stormar, steypihvolfur,
grenjið,
Uns turnar sökkva, veðurvitar
drekkjast!
Brennisteins-elding, bjarta, hugar-
snara,
Sem blossar undan eik-kljúfandi
skruggu,
Svíð hærukoll minn! Heimsins
skelfir, þruma,
Slá hnöttinn flatan, bramla og brjót
í sundur
öll eðlis mót, og eyðilegg í skyndi
Hvern vísir til hins vanþakkláta
mannkyns.
Og Matthías er síst verri, þar sem
honum tekst upp. Eg hefi getað
borið saman þýðingu hans á eintali
Rómeós undir glugga Júlíu (í
þætti 2. atriði) við þýðingar þeirra
Försoms og Lembckes, sem Ruud
hrósar mjög, og get eg ekki fundið
að Matthías .standi þeim að baki,
nema ef vera skyldi, þar sem hann
talar um “mánaflagðið” og þess