Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Side 80
56 TÍMARIT Þ J ÓÐRÆKNISFÉL AGS ÍSLENDINGA I “Sem fulltrúi Danmerkur. á þessari hátíðlegu stundu vil eg taka það fram, að því 21 fallbyssuskoti, sem rétt nú, var, í virðingarskyni, skotið frá því skipi, sem eg hefi þann heiður að stjórna, var skotið samkvæmt skipun dönsku stjórnarinnar, og að það er sá skotafjöldi, sem ákveðinn er að alheimslögum, þegar heiðra skal fána fullvalda ríkis. Af hálfu Danmerkur er það hinn fyrsti ytri, en mjög mikilvægi vottur þess, að það er einlægur vilji dönsku þjóðarinnar, að fullnægja sambands- lögunum á sem samvizkusamastan hátt. ísland og Danmörk eru enn þá tengd nánum böndum, sem tveir fullveðja, norrænir bræður, einkum og helst með persónu hans hátignar konungs vors. Og danska þjóðin er þess fullviss, að nú, þegar sérhver hugsun um danskt forræði er rifin burtu með rótum, muni þessir tveir norrænu bræður taka höndum saman í alúð og gagnkvæmu trausti til þess, að leysa úr hinum mörgu verkefnum, sem þessi merku tímamót, leggja bæði hinni íslenzku og dönsku þjóð á herðar.” Forseti sameinaðs alþingis, Jóhannes Jóhannesson, hélt svohljóðandi ræðu: “Oss er bæði ljúft og skylt að minnast sambandsríkis vors, Dan- merkur, við þetta mjög svo hátíðlega tækifæri, þegar íslenzkur ríkisfáni er í fyrsta sinn dreginn að hún á þessu landi og fullveldi íslands viðurkent í öllum málum þess. Oss er þetta því .ljúfara og skyldara, sem Danmörk er fyrsta ríkið, sem viðurkent hefir fullveldi íslands og hefir nú síðast sýnt oss þann mikla sóma og hið hlýja bróðurþel, að láta herskip bíða hér, eingöngu til þess að heiðra fána vorn við þetta tækfæri og láta í ljósi samúð sína við oss og samfagna oss á þessari stundu. Eg er þess því fullviss, að eg tala fyrir munn hvers einasta íslendings, þegar eg nú læt í ljósi þá innilegu ósk og von, að Danmerkurríki megi eflast og blómgast, að óskir og vonir, sem því hafa verið hjartfólgnar um mörg ár, megi rætast og að bróðurþel og samvinna milli dönsku og íslenzku þjóðanna fari sívaxandi báðum til gagns og sóma.”1) Hin alþjóða tilkynning Danmerkur (samkvæmt 19. gr. dansk-íslenzka samningsins), að hún hafi viðurkent ísland sem sjálfstætt ríki, gjörðist þannig, að danska utanríkisráðuneytið, rétt eftir 1. des. 1918 bauð sím- leiðis sendiherrum sínum og ræðismönnum um allan heim, að tilkynna hlutaðeigandi stjórnum viðurkenningu Danmerkur á fullveldi fslands. Öll símskeytin voru á þessa leið:2) “Óskast tilkynt stjórninni, að danska stjórnin, samkvæmt sambandslögum frá 80. nóvember 1918, samþyktum af þingum Danmerkur og íslands, viðurkennir fsland sem fullvalda ríki. Danmörk og ísland eru sameinuð undir sama konung, og hans hátign konungurinn hefir tekið nöfn beggja ríkjanna upp í embættisheiti sitt. t)anmörk fer með utanríkismál íslands, sem lýsir ævarandi hlutleysi sínu. Ríkisfáni íslands er klofinn, og með rauðum krossi innan í hvítum krossi 1) Acta Isl. Lundb. A, hluti 22. bls. 68. 2) Acta Isl. Lundb. B, 1928, 4. sept., Sveinn Björnsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.