Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1938, Qupperneq 82
58
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Sambandslögunum yrði að segja upp m. a. til þess, að ísland gæti tekið í
sínar hendur utanríkismál sín.
Framsögumaður íhaldsflokksins taldi flokk sinn altaf hafa unnið með
það fyrir augum, að lögunum yrði sagt upp, og telji það sjálfsagðan hlut.
Alþýðuflokksmenn voru á sama máli og hinir flokkarnir, en foringi þeirra
áleit auk þess, að jafnframt yrði að segja konungi upp.
Spyrjandinn þakkaði fyrir skýr og greinileg svör, er hann hafi fengið,
en benti jafnframt á það í áliti Alþýðuflokksins, að uppsögn við konunginn
kæmi málinu ekki við.1)
Sendiherra fslands í Kaupmannahöfn sagði, í tilefni af fyrirspurninni
og umræðunum um hana, í samtali við danskt blað: “Menn verða að gjöra
sér ljóst, að ummælin koma fram í umræðum um innanlandsmál. Foringi
minnihlutaflokksins eins, Sigurður Eggerz, sem er í andstöðu við stjórn-
ina, skorar á hana og foringja hinna stærri flokka, að láta í Ijósi álit sitt,
kjósendum til upplýsingar og almenningi, um það að hve miklu leyti þeir
hafi sama markmið og flokkur hans. Hver önnur heiðarleg svör gátu þá
stjórnin og flokksforingjarnir gefið, en þau, að þeir óskuðu, að í fram-
tíðinni fari ísland með fullveldi sitt og sýni merki þess, út á við, því án
þess skilja menn úti í heimi ekki altaf, að ísland sé fullvalda ríki. f því
lágu engin vináttuslit við Danmörku, né heldur gefið í skyn, að Danmörk
hafi eigi trúlega haldið sambandslögin; eigi heldur eftirsjá út af því að
sambandslögin voru samþykt, sem líka Eggerz vann að sem ráðherra. í
ummælunum liggja aðeins þær óskir, sem hver sjálfstæð þjóð hlýtur að
bera í brjósti: að fá að vera sinnar eigin gæfu smiður. Samfara þessum
óskum er engin sú hugsun falin, er veiki vináttusambandið milli þjóð-
anna. Yfirlýsing stjórnarinnar og flokksforingjanna á Alþingi munu líka
sjálfsagt hafa þau áhrif, að jafnréttisstaða íslands við Danmörku verður
eigi þýðingarmikið atriði í innanlandsmálum íslands. Og það er von mín
og sannfæring, að þegar farið verður að ræða um hin raunhæfu mál eftir
12 til 15 ár, muni fullnægjandi lausn þeirra fást fyrir báða aðilja.”2)
Árið 1929 stakk hæstaréttardómari, próf Einar Arnórsson (er sæti
átti í íslenzku nefndinni frá 1918) upp á því í greinaflokki í Reykjavíkur
blaðinu “Morgunblaðið”,3) að ísland skyldi, í tilefni af þúsund ára hátíð al-
þingis árið 1930, taka utanríkismálin í sínar hendur. Þó var ekkert gjört
í þá átt, né heldur viðvíkjandi annari uppástungu, sem fór fram á að
sendiherra íslands í Kaupmannahöfn skyldi einnig vera sendiherra íslands
í Noregi og Svíþjóð.
Sumarið 1930 var að viðstöddum Kristjáni konungi og fulltrúum
fjölda erlendra ríkja haldin hátíð til minningar um þúsund ára stofnun
alþingis. Gustav Adolf ríkiserfingi var m. a. fulltrúi Svíþjóðar. íslandi
var veitt, með fulltrúa sendingunni, viðurkenning sem fullvalda ríki.
l)Acta Isl. Lundb. A, hluti 24, bls. 64.
3)Acta Isl. Lundb. A, hluiti 25, bls. 35.
2) Acta Isl. Lundb. A, hluti 24, bls. 68